Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Blow Dry 2001

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 31. ágúst 2001

Love Is In The Hair

94 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 19% Critics
The Movies database einkunn 38
/100

Hin árlega meistarakeppni í hárgreiðslu er þetta árið haldin í Keighley, bæ þar sem Phil og sonur hans Brian reka rakarastofu og fyrrverandi kona Phil, Shelly, og kærasta hennar, Sandra, reka snyrtistofu. Phil og Shelly hafa ekki talað saman í tíu ár, eða síðan hún fór frá honum, en nú hefur hún verið greind með illvígt krabbamein. Ray Roberts, núverandi... Lesa meira

Hin árlega meistarakeppni í hárgreiðslu er þetta árið haldin í Keighley, bæ þar sem Phil og sonur hans Brian reka rakarastofu og fyrrverandi kona Phil, Shelly, og kærasta hennar, Sandra, reka snyrtistofu. Phil og Shelly hafa ekki talað saman í tíu ár, eða síðan hún fór frá honum, en nú hefur hún verið greind með illvígt krabbamein. Ray Roberts, núverandi meistari í hárgreiðslu, kemur í bæinn og stríðir Phil á að hafa hætt að í alvöru hárgreiðslu og orðið rakari í staðinn. Roberts er með dóttur sína Christina með í för, en hún kannast við Brian frá unga aldri. Brian ákveður að keppa ásamt mömmu sinni og Sandra; mun Phil taka þátt? Ray vill vinna hvað sem það kostar; mun Christina vera með?... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Mér finnst sorglegt að sjá þann góða leikara Josh Hartnett leika í svona þýðingarlitlu og innihaldslausu handriti af ömurlegri kvikmynd. Hverjum dettur í hug að búa til mynd um hárgreiðslu...??? Myndin var hörmung!!! en ég skemmti mér við að horfa á hann sæta Josh allan tímann... Leiðinlegustu partarnir voru þegar hann var ekki á tjaldinu!!! Ef að þið viljið sjá hann þá endilega skellið ykkur á hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ófyndin gamanmynd um hár
Ef allar góðu myndirnar eru í útleigu og nákvæmlega ekkert gott í sjónvarpinu, þá er kannski (ath. KANNSKI) góð ástæða til að horfa á Blow Dry. Ekki nema þú sért hárgreiðslumaður/kona, þá gæti þetta hugsanlega höfðað eitthvað til þín.

Myndin er alls ekki slæm heldur bara svo guðdómlega ómerkileg, svo ómerkileg að hún væri hreinlega komin á ruslahausinn ef hún væri ekki borin uppi af fagmönnum á borð við Alan Rickman og Bill Nighy. Þeir halda uppi smá lífi, og reyndar er Josh Hartnett ekki svo slæmur heldur. Hann er auðvitað bara sætt andlit handa stelpum og er pínu kjánalegt að hlusta á hreiminn hans, en annars fór hann lítið í taugarnar á mér.

Þar sem myndin er bresk er sanngjarnt að búast við ágætis húmor frá liðinu, en þar skjátlaðist mér greinilega eitthvað. Hún er ekkert fyndin, en reyndar ekkert svo leiðinleg heldur, sem er ennþá fyndnara. Hún skríður bara áfram alla lengdina og manni er frekar sama um allt sem er í gangi en maður hugsar líka að þetta gæti verið mun verra. Tónlistin er líka nokkuð fín og stendur gjarnan upp úr. Annars á ég ferlega erfitt með að trúa því að nokkur maður eigi eftir að muna eftir þessari mynd daginn eftir að hann sér hana. Held að leikararnir sjálfir eigi eftir að útskúfa hana og sjá hana sem bara launaseðil.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn