Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Seven Years in Tibet 1997

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 20. febrúar 1998

At the end of the world his real journey began.

139 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 58% Critics
The Movies database einkunn 55
/100
Tilnefnd til Golden Globe fyrir tónlist.

Eftir að 11 fjallgöngumenn láta lífið, ákveður hinn austuríski Heinrich Harrer að ganga á Nanga Parbat í bresku Indíum, og skilur ólétta eiginkonu sína eftir heima. Harrer er egóisti og einfari, og honum kemur ekki vel saman við samferðamenn sína, en verður að hlýða þeim þegar þeir lenda í vondu veðri. Þá brýst seinni heimsstyrjöldin út, og mennirnir... Lesa meira

Eftir að 11 fjallgöngumenn láta lífið, ákveður hinn austuríski Heinrich Harrer að ganga á Nanga Parbat í bresku Indíum, og skilur ólétta eiginkonu sína eftir heima. Harrer er egóisti og einfari, og honum kemur ekki vel saman við samferðamenn sína, en verður að hlýða þeim þegar þeir lenda í vondu veðri. Þá brýst seinni heimsstyrjöldin út, og mennirnir eru handteknir og settir í fangabúðirnar í Dehra Dun. Harrer reynir nokkrum sinnum að brjótast úr fangavistinni, og það tekst að lokum þegar hann og Peter Aufschnaiter strjúka, og enda í hinni helgu borg Lhasa - stað þar sem útlendingar eru bannaðir. Þeir fá þar húsaskjól og mat, og Peter giftist klæðskeranum Pema Lhaki, en Heinrich vingast við sjálfan leiðtoga Tíbeta, Dalai Lama. Harrer og hinn ungi Lama hittast reglulega til að seðja fróðleiksfýsn drengsins. Í staðinn kynnist Harrer Búdda, og byggir kvikmyndahús meðal annars. ... minna

Aðalleikarar


Hvernig stendur á því að Þjóðverjar verða að tala yfir allar myndir. Ég get bara ekki farið í bíó og hlustaði á Bruce Willis eða álíka tala þýsku. Ég hef nú búið í Þýskalandi í 8 vikur, og hefur þetta valdið mér miklum raunum þar sem ég horfi vanalega á 5-7 myndir í sjónvarpi, myndbandi eða í bíó, á hverri viku. Loksins fann ég nokkrar DVD diska, sem ég get blessunarlega horft á í tölvunni minni. Seven Years in Tibet er einn af 5 diskum sem ég fékk að láni. Ég hef nú tekið þetta fram hér að ofan, vegna þess að mig langaði lítið að sjá myndina, svo líkast til er umfjöllun mín að einhverju leyti lituð af þeirri staðreynd. Seven Years in Tibet fjallar um... já, kannski það sé eitt af vandamálum myndarinnar. Hún byrjar á því að þýska fjallgöngu-þjóðhetjan Heinrich Harrer (Brad Pitt), yfirgefur ólétta konu sína árið 1939 til að klífa Nanga Parbat, fjall sem margur hafði reynt að klífa án árangurs. Leiðangurstjóri ferðarinnar er annar þjóðverji að nafni Peter Aufschnaiter (David Thewlis, sem sýndi stórkostlegan leik í myninni Naked). Heinrich er sjálfumglaður og gengur þeim félögum illa að vinna saman. Ytri aðstæður neyða þá samt til að hjálpa hvor öðrum. Eftir hinar ýmsu hrakningar þá enda félagarnir í hinni heilögu borg Lhasa í Tíbet. Þar eyðir Heinrich löngum stundum með Dalai Lama sem er aðeins ungur drengur á þessu tíma. Lærir Heinrich smátt og smátt að margt er mikilvægara í þessum heimi heldur en að öðlast frægð og frama. Myndin sjálf er mjög falleg og vel gerð þegar litið er á umgjörð hennar. Mikið um skrautlega búninga og stórkostlegar sviðsetningar. En sagan er sundurleit, marklaus og oft á tíðum langdreginn. Brad Pitt tekst illa að vekja samúð áhorfenda með persónu Heinrich, og David Thewlis hefur lítið að gera í myndinni, með fáar og innihaldslausar línur. Bestu atriði myndarinnar eru með Brad Pitt og Dalai Lama, og hefði mátt eyða meiri tíma í að byggja upp þeirra samband. Það er líkt og leikstjórinn, Jean-Jecques Annaud, hafi ætlað sér að gera stórmynd, en gleymt að ákveða um hvað hún ætti að vera. Hún virkar ekki einu sinni sem söguleg mynd, þar sem (líkt og allir aðrir söguþræðir myndarinnar) eingöngu sundurleit smábrot af upplýsingum eru uppgefinn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

23.11.2012

Kínverjar klipptir út úr Red Dawn

Kvikmyndafyrirtæki í Hollywood hefur ákveðið að klippa út öll kínversk illmenni úr myndinni Red Dawn, en myndin átti upprunalega að fjalla um innrás hóps Kínverja inn í Bandaríkin. Þetta er gert til að styggja ekki kínverska ma...

23.10.2011

Ný Stikla: Black Gold

Black Gold er mynd sem var ekki á radarnum hjá mér þangað til núna - en er mjög forvitnileg. Myndin er eftir Jean-Jacques Annaud, leikstjóra In the Name of the Rose og Seven Years in Tibet. Í aðalhlutverkum eru Antonio Banderas, Mark Strong, Freida P...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn