Hvernig stendur á því að Þjóðverjar verða að tala yfir allar myndir. Ég get bara ekki farið í bíó og hlustaði á Bruce Willis eða álíka tala þýsku. Ég hef nú búið í Þýskal...
Seven Years in Tibet (1997)
"At the end of the world his real journey began."
Eftir að 11 fjallgöngumenn láta lífið, ákveður hinn austuríski Heinrich Harrer að ganga á Nanga Parbat í bresku Indíum, og skilur ólétta eiginkonu sína eftir heima.
Bönnuð innan 12 ára
OfbeldiSöguþráður
Eftir að 11 fjallgöngumenn láta lífið, ákveður hinn austuríski Heinrich Harrer að ganga á Nanga Parbat í bresku Indíum, og skilur ólétta eiginkonu sína eftir heima. Harrer er egóisti og einfari, og honum kemur ekki vel saman við samferðamenn sína, en verður að hlýða þeim þegar þeir lenda í vondu veðri. Þá brýst seinni heimsstyrjöldin út, og mennirnir eru handteknir og settir í fangabúðirnar í Dehra Dun. Harrer reynir nokkrum sinnum að brjótast úr fangavistinni, og það tekst að lokum þegar hann og Peter Aufschnaiter strjúka, og enda í hinni helgu borg Lhasa - stað þar sem útlendingar eru bannaðir. Þeir fá þar húsaskjól og mat, og Peter giftist klæðskeranum Pema Lhaki, en Heinrich vingast við sjálfan leiðtoga Tíbeta, Dalai Lama. Harrer og hinn ungi Lama hittast reglulega til að seðja fróðleiksfýsn drengsins. Í staðinn kynnist Harrer Búdda, og byggir kvikmyndahús meðal annars.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Gagnrýni notenda (1)
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráFramleiðendur


Verðlaun
Tilnefnd til Golden Globe fyrir tónlist.




























