Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þegar kemur að svona myndum gildir að sýna kvöl og ótta fólks. Það tekst í þessu stríðsmeistaraverki. Leikararnir er frábærir og myndin sýnir ringuleiðina í rússneska hernum sem og skiplagninguna í þeim þýska. Snipereinvígin eru frábær og sum atriði eru einfaldlega snilld. Þrátt fyrir það dregst myndin dálítið á langin.
Árið er 1942 og nasistar sækja hart að Rússum. Undir forustu Kruschevs (Bob Hoskins) veita borgarar Stalíngrad hetjulega mótspyrnu og þar fer aðalhetjan, Vassili Zaitsev (Jude Law) fremstur í flokki. Vassili er úrvalsleyniskytta og afrek hans hafa gert hann að goðsögn-þökk sé áróðri besta vinar hans, stjórnmálaleiðtogans Danilov (Joseph Fiennes). Til að stöðva Vassili, senda Þjóðverjar bestu leyniskyttu sína, Konig majór (Ed Harris) til Stalíngrad. Þegar Vassili og Danilov verða báðir ástfangnir af fallegum hermanni (Rachel Weisz), yfir gefur Danilov vin sinn og lætur Vassili hinum þýska andstæðingi sínum aleinn. Meðan borgin brennur hefja Vassili og Konig leik kattarins að múisinni og heyja einkastíð hugrekkis, heiðurs og föðurlands. Enemy at the Gates er mynd sem snerti mig mjög og fékk hún mig mikið til þess að hugsa hvernig það var að vera í rauða hernum og annar hvort falla fyrir kúlum Þýskra hermana eða fyrir kúlum Sovéskra hermana ef maður reyndi að flýja vígvöllinn. Jean-Jacques Annaud hefur unnið öndvegis starf og hefur honum með frábærum árángri tekist að sína af gríðarlegri nákvæmni tekist að færa ógn stríðsins inn í stofu til manns. Leikaranir eru frábærir og fara þar fremstir í flokki Jude Law, Joseph Fiennes og Ed Harris fremstir í flokki, en eiga þeir alli stórkostlegan leik. Einnig eiga þau Rachel Weisz og Bob Hoskins góðan dag. Handritið er sterkt og er vart veikan blett að finna. Kvikmyndatakan, klipingin, tónlistin, hljóðið, hljóðvinslan, förðinin, búninganir og tæknibrellunar eru lík með því besta. Enemy at the Gates er mynd sem hefði mátt hljóta þó nokkrar tilnefningar til óskarsin einns og t.d. fyrir leikstjórn, handrit og leik Jude Law og Ed Harris. Þetta er besta stríðsmynd sem ég hef séð síðan ég sá Saving Private Ryan og því skyldu áhorf fyrir unnendur góðra stríðsmynda og kvikmyndaáhugamana almennt. Svo nú bíð ég spenntur eftir að sjá The Thin Red Line á rúv um næstu helgi og sjá hvort hún getur slegið þessu meistaraverki við. Takk fyrir.
Ég get ekki verið sammál þeim sem að hafa skrifað hér á undan um að myndin sé léleg og leiðinleg. Því hún er það alsekki. Það var kanski ekki besti leikur í heimi í myndinni en hann var alveg nógu góður til að hann spilti ekki myndinni. Sviðsmyndinn var alveg nógu raunveruleg fyrir mér enda veit ég ekki hvernig Stalíngrad lét út á þessum tíma. Ég verð að segja að mér þótti gott að Ed Harris hafi ekki verið eins og þjóðverjar eru látnir verða í mörgum seinni heimsstyrjaldar myndum þar sem þeir eru látnir líta út eins og mjög vondir og ílllir menn. Það var mjög gaman að sjá mynd um seinni heimstyrjöldinna þar sem að bandaríkjamenn eru ekki hetjurnar sem björguðu heiminum frá Hitler. Fyrir þá sem að hafa gaman af stríðsmyndum en eru þreyttir á því að bandaríkjamenn tileinki sér alla þá sigra sem að unnist hafa í styrjöldum þá er þessi mynd tilvalinn. Engir bandaríkjamenn með hetjuskap.
Það er aldeilis harðlífið hjá þeim fyrsta sem skrifaði um þessa mynd. Sjálfur er ég áhugamaður um stríðsmyndir og hef séð nokkuð margar, þ.á.m. hina rómuðu Stalingrad mynd. Þótt ég sé sammála að Stalingrad sé betri þá finnst mér slíkur samanburður mjög óréttlátur. Þótt átökin gerist á sama stað þá er söguþráðurinn gjör ólíkur. Í fyrsta lagi eru ,,hetjurnar" ekki Þjóðverjar heldur Rauðliðar. Í öðru lagi fjallar myndin meira um eina hetju, ástir hennar, vináttu og höfuð andstæðing. Við erum semsagt að bera saman mjög ólíkar myndir. Upphafsatriðið er glæsilegt (þótt það minni heldur of mikið á Saving Pr. Ryan)og leikmyndin er mjög trúverðug. Mörg atriðin eru feiki spennandi og glæsilega gerð. Einnig er að finna í þessari mynd eina mest kynæsandi senu sem ég hef séð lengi (hér er enn og aftur sannað að oft er betra að sýna minna). Semsagt ef þið viljið spennandi mynd með passlegri blöndu af ljótleika og fegurð þá mæli ég með þessari. Sérstaklega ef þið hafið gaman af stríðsmyndum og eruð ekki með of mikið harðlífi.
Þessi mynd gerist í Stalingrad september 1942 - febrúar 1943 við loka andstöðu Rússa við fall landsins. En einn dag 20 september 1942 hittir pólitíkus liðsforingi leikinn af Joseph Fiennes unga bóndastrákinn Vasili Zaitsev sem bjargar lífi þeirra með sínum frábæra skyttu hæfileika. Brátt verður ungi maðurinn mesta hetja Rauða Hersins og eina von þeirra. Ekki líður langur tími til að Nasistarnir senda bestu skyttu sína Major Koning forseta skyttuskólans í Zossen. Andspyrnan í Stalingrad verður að baráttu tveggja manna. Myndin inniheldur stóra og góða leikara og frábærann leikstjóra hann Jean Jacques Annaud. Þessi frábær hugmynd gat orðið fjagra stjörnu mynd en þau vildu endilega að stinga inn rómantík og óþarflegum kynlífssenum sem skemmdu næstum því myndina en ekki er hægt að gleyma að allt í myndinni er næstum allt byggt á sannri sögu. Mér finnst að þessi mynd er algjörlega ómetuð hjá mörgum þegar öll þessi fín vinna og löng vinna sem fór í að gera þessa mynd eins og Stalingrad var endurbyggð fyrir þessa mynd og leikarahópurinn er ógleymanlegur. Þetta er besta stríðsmyndin síðan Saving Private Ryan. Myndin missir hálfa stjörnu fyrir óðarflega rómantískar senur en samt er þetta frábær mynd sem enginn ætti að missa af.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Jean-Jacques Annaud, Alain Godard
Kostaði
$68.000.000
Tekjur
$96.976.270
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
20. apríl 2001