Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
In the Name of the Rose er byggð á klassíku meistaraverki eftir Umberto Eco, Nafni Rósarinnar. Sagan segir frá Adso frá Melk og lærimeistara hans Vilhjálm frá Baskerville, sem er snillingur í ályktunum. Við komu þeirra í ónefnd klaustur í Norðanveðri Ítalíu, hefur einn munkur látið lífið á skuggalegan hátt. Vilhjálmur er settur í að rannsaka málið og fyrr en varir fara hlutirnir að flækjast og líkin hrannast upp. Sögutíminn eru hinar myrku miðaldir og sagan er margslungin. Að mínu mati var Sean Connery, Vilhjálmur frá Baskerville, svo vel náði hann honum og er bókin mun betri en myndin. Myndin skilur nefnilega eftir svo margar spurningar, eins og hvernig morðinginn fór eiginlega að þessu og afhverju, en það var í munn styttra máli en í sjálfri bókinni. Þegar myndin kom út á sínum tíma, var haft á orði að hún náði bókinni afar vel, en kannski þykir hún sjálfsagt hallærisleg á þessum tæknitímum. Engu að síður mæl ég með myndinni fyrir þá sem hafa gaman að góðum gátum og smá hrolli, en myndin er í æði skuggalegri kantinum og er alls ekki fyrir viðkvæma. Kannski einum of vel gerð. Munkarnir eru sem dæmi, hver öðrum ljótari.
Franski leikstjórinn, Jean Jaques Annaud leikstýrir þessari óhugnanlegu munkamynd. Myndin gerist í munkaklaustri á 14. öld á Ítalíu. Dag einn kemur William (Sean Connery) inná klaustrið ásamt lærisveini sínum. William er nokurs konar Sherlock Holmes í að leysa ráðgátur. Áður en hann kom á klaustrið hafði einn munkur fundist dáin fyrir neðan lokaðan glugga og það var ógerningur að komast upp á þak. Stuttu eftir það fara munkarnir að týna tölunni. Bernardo Rui hefur fólk fyrir rangri sök en William segir að þau hafi öll dáið út af eitraðri bók. Það eru fáir sem trúa því með engar sannanir. Þessi mynd er alls ekki geðsleg svo ég mæli ekki með henni fyrir viðkvæma. Leikur Sean Connery stendur ekki mikið upp úr en aðrir leikarar eru mjög góðir.
ÉG ætla ekki að segja neitt um söguþráðinn fyrir utan það að þetta er sakamálamynd og það eru munkar í klaustri að detta niður dauðir.
Myndin er meistaralega leikinn og góð í alla staði, en það er bara skemmtilegt að sjá hana einu sinni.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Nelson Entertainment
Aldur USA:
R
Bluray:
8. desember 2011