Aðalleikarar
Leikstjórn
Kissing Jessica Stein er frábær kvikmynd sem óhætt er að mæla með. Vitsmunaleg mynd og vel skrifuð af þessum tveimur konum sem leika aðalhlutverkin og tekur á sígildu vandamáli. Þessi kvikmynd er aðlögun á leikriti þeirra og er í ætt við kvikmyndir eftir Woody Allen og Almodovar. Snilld.
Mig langar að mæla með þessari. Ég bara gat ekki hætt að brosa þegar ég kom út af henni. Loksins kemur gáfuleg rómantísk gamanmynd.
Jessica Stein er alveg óborganleg persóna. Hún þjáist af fullkomnunaráráttu, og hefur þess vegna átt mjög erfitt með að finna karlmann sér við hæfi. Svo þegar vinkona hennar les upp einkamálaauglýsingu með tilvitnun í uppáhalds bókina hennar, lyftist á henni brúnin, þangað til þær sjá að auglýsingin tilheyrir Konur í leit að konum flokknum. En svo verður Jessica svo örvæntingafull, að þrátt fyrir að hafa fordóma í garð samkynhneigðra, og bara allra sem eru öðruvísi (t.d. þeirra sem stunda jóga), þá skellir hún sér á stefnumót við konuna sem vitnaði í uppáhalds bókina hennar. Og viti menn, þær smella svona ferlega vel saman. Svo fáum við að fylgjast með Jessicu kljást við fordómana sína, og það er alveg dásamlega fyndið.
Þetta er sumsé yndisleg, fyndin og sæt New York mynd með gáfulegan New York húmor og lifandi og skemmtilegum persónum.
Smá viðvörun: Það sat gamalt fólk við hliðina á mér í bíó og þeim fannst myndin alveg hræðileg. Það eru ekki allir sem fíla svona New York húmor. Ég hef líka heyrt endann á myndinni gagnrýndann, að þær flækjur sem orðið hafi til leysist of auðveldlega. Það má vera, en hér er engu að síður komin með betri rómantískum gamanmyndum í langan tíma.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Jennifer Westfeldt, Heather Juergensen
Vefsíða:
www.foxsearchlight.com/kissingjessicastein
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
6. nóvember 2002
VHS:
16. desember 2002