Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Mr. Deeds 2002

(Deeds)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 27. september 2002

Don't let the fancy clothes fool you.

96 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 22% Critics
The Movies database einkunn 24
/100

Þegar Longfellow Dees, ljóðskáld og eigandi lítils pítsustaðar, erfir 40 milljarða Bandaríkjadala frá látnum frænda sínum, þá breytist líf hans skyndilega. Hann flytur til stórborgarinnar, og fljótlega fara ýmsir að ásælast hið nýfengna ríkidæmi hans, og vilja fá sneið af kökunni. Babe, slúðurfréttakona hjá sjónvarpsstöð, þykist vera saklaus... Lesa meira

Þegar Longfellow Dees, ljóðskáld og eigandi lítils pítsustaðar, erfir 40 milljarða Bandaríkjadala frá látnum frænda sínum, þá breytist líf hans skyndilega. Hann flytur til stórborgarinnar, og fljótlega fara ýmsir að ásælast hið nýfengna ríkidæmi hans, og vilja fá sneið af kökunni. Babe, slúðurfréttakona hjá sjónvarpsstöð, þykist vera saklaus smábæjarstúlka, til að koma sér í mjúkinn hjá Deeds í þeim tilgangi að afhjúpa hann. Í staðinn þá verður Babe ástfangin af hinum barnalega Deeds. Að lokum kemst Deeds að því að hægt er að nota peninga til að koma góðum hlutum til leiðar, en þeir þurfa ekkert endilega að breyta honum. ... minna

Aðalleikarar


Þetta er mjög góð og fyndin fjölskyldu mynd. hún fjallar um Mr. Deeds(adam sandler) sem er bar ósköp venjulegur sveita drengur en óvenju góður við alla. frændi hans sem er billjóna mæringur deyr og deeds er víst eini eftirlifandi ættingji hans og erfir því 40 billjónir sem frændi hans átti en honum er alveg sama því það síðasta sem hann hugsar um er peningar. en allavega hann fer til new york og hittir þar unga stúlku sem ber nafnið Babe og vinnur á fréttastofu en hún platar Mr Deeds og kallar sig pam dawson og segist vera frá Winchestertonfieldville í Ihoa. en samband þeirra styrkist alltaf og styrkist þar til að Mr. deeds kemst að því hver hún raunverulega er og þá fer allt í klúður. mjög skemmtileg mynd fyrir alla.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ótrúlega fyndin mynd sem ég fór í hláturskast oft út af henni. Þetta er endurgerð einhverjar eldri myndar frá áttunda áratugnum eða svoleiðis. Sandler leikur Deeds, mann sem á heima í friðsælu þorpi einhversstaðar upp í Ameríku og vinna hanns er að semja póstkort. En hann er skyldur mjög ríkum manni sem deyr og hann erfir 40 milljarða dala eða eitthvað svona mikinn pening. Winona Ryder leikur blaðamann sem á að reyna að semja grein um þetta en verður ástfangin af Deeds. Ótrúlega fyndin mynd með aulahúmor og svoleiðis.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þegar ég horfði á þessa mynd fyrst fór ég í hláturskast út af mörgum atriðum og ég mæli því með þessari mynd. Flestir snobbaðir gagnrýnendur gefa myndir Sandlers vonda dóma (þess má geta að Maltin gaf Deeds BOMB sem er versti dómur hans og hann gaf Eigth Crazy Nights líka bomb og það er hrein svívirðing!) en áhorfendur vita betur þannig að þið ættuð ekki að taka mark á Maltin. Myndin er endurgerð myndar sem hét Mr.Deeds Goes To Washington en hún fjallar um ríkan, hafið það mjög ríkan mann sem fraus í fjallgöngu og þá þarf einhver erfingi að fá 40.milljarðina sem hann skildi eftir. En það er fundinn erfingi sem heitir Longfellow Deeds (Sandler) en hann á heima í litlum bæ. Hann er góði maðurinn þar en hann semur texta fyrir póstkort. Síðan flytur hann til New York til að taka við auðæfunum. Fréttakona (Winona Ryder) á að gera grein um þetta og fer í gervi venjulegrar konu en Deeds verður ástfanginn af henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er alveg ótrúlegt hvað trailerarnir geta platað mann. Myndin er kynnt sem grínmyn og eru bara tekinn fyndnustu atriðin og sett í trailerinn. Að mínu mati er þetta ekki grínmynd heldur rómantísk gamanmynd. Hún er um mann (Adam Sandler)sem erfir 40 milljarða eftir ríkan frænda sinn. Hann fer beint úr pítsasendli yfir í miljarðamæring og flytur til Washington. Hann kynnist stúlku sem er blaðamaður og svíkur hann einhvernveginn. Hann varð fúll út í hana og myndinn er ekki um annað. Hún er bara um ástarsamband hans og hennar þetta er bara rugl enda er þessi mynd líka bara endurgerð af Mr. Deeds goes to Washington eftir Frank Cabra. Ég bið alla þá sem hafa ekki áhuga á rómantískum myndum að hugsa sig tvisvar um áður enn þeir leigja þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór að sjá þessa vegna þess að ég fíla allar Sandler myndir og mér finnst Winona Ryder vera sætust, ekki smá ástæður til að sjá mynd. Slakasta mynd Sandlers til þessa en alveg ágæt efni til að stytta þetta tilgangslausa líf, jæja skemmtið ykkur yfir henni
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

22.03.2016

Sandler setur eigin dauðdaga á svið

Ný Adam Sandler mynd verður frumsýnd á Neflix vídeóleigunni bandarísku þann 27. maí nk., eða um Memorial Day helgina þar vestra. Um er að ræða aðra bíómyndina sem Adam Sandler gerir fyrir Netflix, en sú fyrsta var...

21.05.2014

Vandræði eftir einnar nætur gaman

Miðvikudaginn 21. maí munu SAMbíóin frumsýna gamanmyndina Walk of Shame með Elizabeth Banks í aðalhlutverki. Eftir einnar nætur gaman vaknar fréttaþulurinn Meghan Miles skelþunn, peningalaus, símalaus, skilríkjalaus,...

04.12.2012

Sex and the City leikari verður yfirmaður Banks

Eins og við sögðum frá í október, þá mun Elizabeth Banks leika í myndinni Walk of Shame þegar tökum lýkur á The Hunger Games: Catching Fire, þar sem hún leikur hina skrautlegu Effie Trinket. Nú hefur leikarinn Willie Garson úr...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn