Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þegar maður horfir á mynd á borð við Wendigo hugsar maður með sér:'Hvað fór úrskeiðis?'. Ég geri mér grein fyrir því að hún er óháð og kostaði lítinn pening en með þessa grunnhugmynd hefði útkoman átt að vera góð. Allavega bjóst ég persónulega við svakalegri hrollvekju um hinn illa anda Wendigo en svo bara gerðist ekki neitt. Persónusköpunin hér er heldur ekki upp á marga fiska, Jake Weber kemur með vanmáttugan leik, Patricia Clarkson líka og Erik Per Sullivan sem annars er skemmtilegur í Malcolm in the middle þáttunum spilar illa úr hlutverkinu sem var strax nógu flatt fyrir. Svo er spennan í lágmarki og myndatakan slæm. Stjörnuna fær myndin fyrir drungalega stemmningu og atriðin þegar Wendigo var sýndur(en þau atriði eru samt bara ekki nógu mörg). Og eitt enn: Hvað var málið með indíánann í búðinni....?
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
R