Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ég leigði soul survivors einu sinni þegar ég var rétt kominn úr skurð aðgerð og leitaði allstaðar eftir henni á Íslandi og í Svíþjóð en svo (neyddist) ég að panta hana af 2001.Myndin hefur mjög hrátt og drungalegt andrúmsloft sem gerir hana betri.Ég leigði soul survivors því á þeim tíma(árið 2004)dýrkaði ég hryllingsmyndir og vissi að þessi var frá framleiðanda Urban legends og I Know what you did last summer og svo fannst mér söguþráðurinn lofa góðu.Cassie(Mellissa Sagemiller)er að fara í háskóla og fer með kærastanum sínum Sean(Casey Affleck),bestu vinkonu sinni Annabelle(Eliza Dushko)og kærasta hennar Matt(Wes Bentley)sem er fyrrverandi kærasti Cassie og er ennþá skotinn í henni í háskólapartí en það er svo ömurlegt svo þau fara öll í einhvern drungalegann techno klúbb sem er í gamalli kyrkju,fólkið sem er þar er mjög skrítið svona gotharar.Svo fara Matt og Cassie út og rétt svo kyssast en Sean sér það og verður auðvitað mjög sár.Svo þegar heim er haldið þá keyrir Cassie og Sean vill ekkert með hana hafa og hún reynir að tala við hann en þá keyra þau á fólk úr klúbbnum og fara af veginum og Sean deyr en Cassie,Annabell og Matt lifa af.En svo þegar hún byrjar í háskólanum þá er hún hálf þunglynd og innilokuð en fer að sjá Sean og fólkið úr klúbbnum sem þau rákust á.Mennirnir fara að elta hana útum allt en er þetta ýmindun eða raunveruleiki.Endirninn er nokkuð óvæntur og flottur,þetta er ekki rosalega eftirmynnilegur né óvæntur endir eins og Shyamalan myndunum en samt fínn.Soul survivors er ekki góð kvikmynd en langt frá því að vera slæm.Kannski svolítið illagerð og atriðin ófrumleg,eins og t.d. blóðið í sturtunni.En svo er einn sem ég skil ekki það er afhverju eru allir strákar í svona myndum(Scream,Urban legends,I know)alltaf skotnir í minna flottu stelpunum eins og t.d. Neve Campbell(Sidney) í scream en ekki hinni rosa hot Rose McGowan(Tatum)eða Drew Barrymore(Casey)það voru þrír skotnir í Sidney sem var alls ekkert flott en enginn í þessum síðarnefndu og það sama á við um Urban legends,þá voru nokkrir skotnir í Aliciu Witt(Natalie)en ekki í Töru Reid(Sasha)eða Brendu(Rebecca Gayheart).Soul survivors er ekki mjög vel gerð,frekar eins og nemendur hafi gert hana heldur en Hollywood en það gerir andrúmsloftið flottara,handritið er í meðallagi en leikurinn mjög fínn.
Ekki mjög góð en ég fílaði hana samt.
Wow!! Ófyrirsjáanlega mynd allra tíma, allt er ekkert og ekkert er allt, stórskrítin mynd en samt nokkuð góð er samt pínu langdregin (að mínu mati). Ég myndi telja að hún væri ekki vinsæl því ad ég og vinur minn fórum að sjá hana í Nýja bíói Akureyri mánudaginn 10. júní og vorum alveg einir, mér finnst hún ekki mjög scary. fínn leikur hjá casey affleck en líka hjá hinum = Ágætis mynd tvær og hálf sjarna.
Soul Survivor er frekar óvenjuleg hrollvekja um stúlku
sem lendir í bílslysi með þremur vinum sínum. Eftir slysið fara
mjög svo undarlegir hlutir að gerast, skrýtnir náungar eru á hælum
hennar og kærastanum hennar (sem dó í slysinu) fer að bregða fyrir.
Í megindráttum er plottið mjög útreiknanlegt, ég læt nægja að segja að
því svipar að ákveðnu leiti til 6th Sense og The Others. Þrátt fyrir þetta
nær myndin að vekja upp góðan hroll á köflum og sum atriði eru mjög ''intense''.
Klippingin hérna er reyndar með því versta sem ég hef séð nýlega, en maður
tekur ekki mikið eftir því nema á stöku stöðum. Leikframmistöður eru líka á
frekar lélegu plani, þrátt fyrir að nokkur þekkt andlit sé að finna hér svo sem
Casy Affleck, Elizu Dushku (''Faith'' úr Buffy þáttunum) og Luke Wilson.
Það er frekar súrrealískt yfirbragð yfir atburðarásinni og það á eflaust eftir að fara í taugarnar á mörgum.
Fyrir þá sem láta ekki slíkt fara fyrir brjóstið á sér er hér um að ræða ágæta hrollvekju
sem nær að standa undir nafni. Með það í huga er tvær og hálf stjarna nokkuð sanngjarn dómur.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$17.000.000
Tekjur
$4.299.141
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
7. júní 2002
VHS:
30. september 2002