Náðu í appið
24 Hour Party People

24 Hour Party People (2002)

"The unbelievably true story of one man, one movement, the music and madness that was Manchester."

1 klst 57 mín2002

Lygileg en sönn saga um Tony Wilson og félaga í Manchester.

Deila:
24 Hour Party People - Stikla
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:KynlífKynlífVímuefniVímuefniBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Lygileg en sönn saga um Tony Wilson og félaga í Manchester. Með stofnun hljómplötuútgáfunnar Factory Records og Hacienda klúbbsins gerðu þeir Manchester að nafla alheimsins hvað varðar tónlist, tísku og skemmtanahald frá 1976-1992, allt frá fæðingu pönksins til dauða “acid house”. Myndin hefur fengið frábæra dóma í Englandi og var valin í aðalkeppni Cannes 2002. Steve Coogan sem er þekktastur er í Englandi fyrir sjónvarpsþætti sína og fjölmarga grínkaraktera, þ.á.m. Alan Partridge, þykir vinna mikinn leiksigur. Upptökur á myndinni voru allt annað en hefðbundnar. Öll myndin var skotin á litlar stafrænar vélar sem gaf leikstjóra mikið frelsi. Hacienda klúbburinn var t.d. í raun endurbyggður frá grunni og fjöldanum öllum af tökuvélum komið fyrir út um allt. Svo voru atburðir endurskapaðir í heild sinni og leikarar vissu varla hvort eða hvenær væri verið að taka upp. Svigrúm til spuna var ávallt mikið. Afraksturinn er ein athylgisverðasta mynd síðari ára.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda (3)

Traust mynd um áhugavert fólk og góða tónlist

★★★★☆

24 Hour Party People er á allan hátt athyglisverð mynd. Hún er einnig vel gerð, bráðvel leikin, fróðleg og umfram allt er hún bara fjandi góð í heild sinni. Michael Winterbottom er prýð...

★★★★★

RAVE!!!!!!!! Það er máilið í þessari mynd sem fjallar á einstakan hátt um upphaf rave-menningarinnar og um einn af upphafsmönnum hennar Tony Willson. Í þessari mynd er fjallað á ótrúleg...

Framleiðendur

The Film ConsortiumGB
United ArtistsUS
Film4 ProductionsGB
Revolution FilmsGB
Baby Cow ProductionsGB