Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þessi mynd var framlag Finna til óskarsverðlauna árið 2003 sem besta erlenda myndin. Þetta er róleg mynd um mann sem er staddur á lestastöð og lendir í líkamsárás. Hann vaknar minnislaus á sjúkrahúsi og stingur af. Hann leigir sér gám til að sofa í og reynir að bjarga sér. Hann lendir hinsvegar í ýmsum vandræðum af því að hann veit ekki hvað hann heitir. Þessi mynd gerist í finnsku kreppunni sem er mjög áþreifanleg í gegnum skjáinn. Fólkið í myndinni á ekkert nema hvort annað og þess vegna er allt strípað, hrátt og án veraldlegra truflana. Myndin er hugljúf og mannleg, virkilega vel gerð.
The man without a past fjallar um mann sem ráðist er á og hann skilinn eftir í blóði sínu. Þegar hann rankar við sér er hann algjörlega minnislaus og man ekki hver hann er, hvað hann gerir, hvaðan hann er o.s.frv. Hann kemst inn í samfélag umrenninga og finnur ástina í hjálpræðishernum. The man wihout a past er einstaklega ljúfsár og kómísk mynd. Myndin sýnir okkur hráan hversdagsleikan í Finnlandi. Handritið er listavel skrifað og samtölin kostuleg og áhugaverð. Leikararnir eru það frábærir að það er unun á að horfa. Myndatakan er einstaklega góð og notkun á hinum og þessum litum gefa myndinni sérstakt yfirbragð. The Man without a past sýnir okkur að það þarf ekki mikið fjármagn til að gera gæðakvikmynd.
Myndin hefst á því að ráðist er á nafnlausa manninn, hann rændur og barinn til ólífis. Á sjúkrahúsinu lifnar hann við en mann ekkert um fortíð sína né hvað hann heitir. Hann fer inn fátækrahverfi þar sem fjölskylda sem býr í gámi hjálpar honum og svo tekur hann við að hefja nýtt líf.
Afar ánægjuleg mynd frá Finnlandi með sérstökum húmor og fínni tónlist og sérstökum stíl þar sem samtöl eru í styttra lagi. Fólkið í gámahverfinu allt eftirminnilegt en öryggisvörðurinn þó skemmtilegastur.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
www.der-mann-ohne-vergangenheit.de
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
7. mars 2003
VHS:
5. júní 2003