Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Man Without a Past 2002

(Mies vailla menneisyytta)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 7. mars 2003

97 MÍNFinnska
Rotten tomatoes einkunn 98% Critics
The Movies database einkunn 84
/100
Fékk Grand Prize of the Jury og besta leikkona í Cannes.

Nafnlaus maður kemur til Helsinki og er barinn svo illa að hann missir minnið. Hann man ekki lengur nafn sitt, né nokkuð úr fortíð sinni. Hann fær enga vinnu né íbúð, þannig að hann flytur út fyrir bæinn og byrjar smátt og smátt að endurmóta líf sitt.

Aðalleikarar


Þessi mynd var framlag Finna til óskarsverðlauna árið 2003 sem besta erlenda myndin. Þetta er róleg mynd um mann sem er staddur á lestastöð og lendir í líkamsárás. Hann vaknar minnislaus á sjúkrahúsi og stingur af. Hann leigir sér gám til að sofa í og reynir að bjarga sér. Hann lendir hinsvegar í ýmsum vandræðum af því að hann veit ekki hvað hann heitir. Þessi mynd gerist í finnsku kreppunni sem er mjög áþreifanleg í gegnum skjáinn. Fólkið í myndinni á ekkert nema hvort annað og þess vegna er allt strípað, hrátt og án veraldlegra truflana. Myndin er hugljúf og mannleg, virkilega vel gerð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The man without a past fjallar um mann sem ráðist er á og hann skilinn eftir í blóði sínu. Þegar hann rankar við sér er hann algjörlega minnislaus og man ekki hver hann er, hvað hann gerir, hvaðan hann er o.s.frv. Hann kemst inn í samfélag umrenninga og finnur ástina í hjálpræðishernum. The man wihout a past er einstaklega ljúfsár og kómísk mynd. Myndin sýnir okkur hráan hversdagsleikan í Finnlandi. Handritið er listavel skrifað og samtölin kostuleg og áhugaverð. Leikararnir eru það frábærir að það er unun á að horfa. Myndatakan er einstaklega góð og notkun á hinum og þessum litum gefa myndinni sérstakt yfirbragð. The Man without a past sýnir okkur að það þarf ekki mikið fjármagn til að gera gæðakvikmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Myndin hefst á því að ráðist er á nafnlausa manninn, hann rændur og barinn til ólífis. Á sjúkrahúsinu lifnar hann við en mann ekkert um fortíð sína né hvað hann heitir. Hann fer inn fátækrahverfi þar sem fjölskylda sem býr í gámi hjálpar honum og svo tekur hann við að hefja nýtt líf.

Afar ánægjuleg mynd frá Finnlandi með sérstökum húmor og fínni tónlist og sérstökum stíl þar sem samtöl eru í styttra lagi. Fólkið í gámahverfinu allt eftirminnilegt en öryggisvörðurinn þó skemmtilegastur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

03.09.2013

Djúpið tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs

Djúpið eftir Baltasar Kormák er er sú íslenska kvikmynd sem tilnefnd er til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár og keppir þar með við fjórar aðrar afburða góðar myndir frá Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþ...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn