Náðu í appið
The Guru

The Guru (2002)

"When he talks, women listen"

1 klst 34 mín2002

Ram er orðinn leiður á Bollywood og vill verða söngvari og leikari í Bandaríkjunum.

Rotten Tomatoes57%
Metacritic47
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð
Ástæða:KynlífKynlífBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Ram er orðinn leiður á Bollywood og vill verða söngvari og leikari í Bandaríkjunum. Þegar Ram kemur til Bandaríkjanna þá tekur vinur hans Vijay á móti honum, en fær áfall þegar hann kemst að því að Vijay, sem hvatti hann til að söðla um, vinnur sem þjónn á indversku veitingahúsi í New York, keyrir leigubíl, og býr í lítilli leiguíbúð inni í kvikmyndahúsi sem sýnir Bollywood bíómyndir. Hann er einnig með tvo herbergisfélaga, þá Sanjeev og Amit, en annar þeirra er ólöglegur innflytjandi. Ram fær vinnu sem þjónn í sama veitingahúsi og Vijay, en er rekinn þegar hann lendir í rifrildi við viðskiptavin. Ram sækir þvínæst um starf sem leikari, en kemst að því að um er að ræða hlutverk í klámmynd, á móti hinni kynæsandi Sharonna. Stuttu síðar sér fólkið heima í Indlandi hann í beinni útsendingu sem Sex Guru, og fær áfall. Þeir vita hinsvegar ekki að Ram hefur orðið fyrir innblæstri af meðleikkonu sinni Sharonna, sem lifir tvöföldu lífi.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Casey Grant
Casey GrantLeikstjóri
Tracey Jackson
Tracey JacksonHandritshöfundur

Framleiðendur

Universal PicturesUS
StudioCanalFR
Working Title FilmsGB
Kalima ProductionsDE

Gagnrýni notenda (2)

The Guru reynir að vera einskonar bandarísk útgáfa af Bollywood dans og söngvamynd, en misheppnast að allflestu leyti. Heather Graham sýnir enn og aftur að hún getur ekkert leikið, og heldur...

★☆☆☆☆

Ég fór á óvissusýningu þar sem möguleikarnir voru The Guru, Red Dragon og Tuxedo. Þar sem ég var 100% viss um að kvikmyndahúsin væru að reyna að blekkja fólk til að koma á The Guru, g...