Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Stundum eru gerðar myndir sem skilja áhorfandann eftir agndofa. All or Nothing er lítill gullmoli sem leynist í hillum myndbandaleiga. Þvílík gæðamynd hefur undirritaður ekki séð í háa herrans tíð. All or Nothing sameinar sögu nokkurra mjög svo mismunandi fjölskyldna sem eiga það eitt sameiginlegt að hafa ekki mikið af peningum á milli handanna. Þessar fjölskyldur búa í sömu verkamannablokkinni í London. Við fylgjumst með þeirra hversdagslega lífi og hreinlega förum nánast inn í stofu til þeirra. Hræðilegur atburður verður svo kveikjan að ákveðnu uppgjöri innan þessara fjölskyldna. All or Nothing er svo sannarlega ekki Hollywood mynd, í þessari mynd eru alvöru samtöl á milli alvöru persóna, persóna sem við þekkjum. Leikstjórinn Mike Leigh nær fram því besta úr leikurum á borð við Timothy Spall (The Last Samurai, Still Crazy) og Lesley Manville. Ég er nánast orðlaus af hrifningu. Leigh hefur náð að búa til lítið listaverk. Hann hefur endurskapað kvikmyndina sem list. Þvílík mynd.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$9.000.000
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
29. ágúst 2003
VHS:
4. desember 2003