Náðu í appið
Kangaroo Jack

Kangaroo Jack (2003)

"He stole the money... and he's not giving it back."

1 klst 29 mín2003

Louis Booker og Charlie Carbone eru æskuvinir með tengsl við mafíuna.

Deila:

Söguþráður

Louis Booker og Charlie Carbone eru æskuvinir með tengsl við mafíuna. Eftir að þeir klúðra afhendingu á stolnum sjónvarpstækjum, þá gefur mafíósinn Sal Magio þeim eitt tækifæri enn, en það vill þannig til að hann er stjúpfaðir Charlie. Félagarnir eiga nú að afhenda 50 þúsund Bandaríkjadali til aðila í Ástralíu. Verkefnið hljómar einfalt, en það kemur babb í bátinn þegar kengúra stelur peningunum. Núna þurfa þeir Charlie og Louis að finna kengúruna, og endurheimta féð, áður en þeir lenda í slæmum málum.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

David McNally
David McNallyLeikstjóri

Aðrar myndir

Steve Bing
Steve BingHandritshöfundur
Barry O'Brien
Barry O'BrienHandritshöfundur

Framleiðendur

Castle Rock EntertainmentUS
Jerry Bruckheimer FilmsUS

Gagnrýni notenda (6)

★★★★★

Mjög góð grínmynd með einum uppáhalds leikaranum mínum sem er feiti svarti gaurinn. Mæli með þessari mynd fyrir fólk sem á börn sem finnst gaman að sjá dýr stríða fólki.Fyndin mynd ...

★★★★☆

Ég verð að segja að þegar ég fór á hana um daginn hélt ég að þetta væri bara mynd í meðallagi. En þetta er bráðskemmtileg mynd með fjörugum atriðum og ágætissöguþræði(þótt...

Guð mér fannst þetta svo HUNDleiðinleg mynd!!!! þetta er týbísk mynd sem maður nennir ekki að horfa á nema einu sinni!!! Söguþráðurinn er alltaf eins: Pirrandi dýr, tveir kallar a...

★☆☆☆☆

Jerry Bruckheimer er einn af þeim framleiðendum í Hollywood sem sendir frá sér svokallaða sumarsmelli. Hann er maðurinn á bak við myndir eins og Top Gun, Armageddon, Pearl Harbor og fl. Kanga...

Hvaðan kom þessi fína ræma. Ég bjóst við einhverri bölvaðri dellu en þá byrtast allt í einu á tjaldið Anthony Anderson (feiti svertinginn úr Rome must die) og Christopher Walken ég...