Náðu í appið

Kangaroo Jack 2003

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 6. júní 2003

He stole the money... and he's not giving it back.

89 MÍNEnska

Louis Booker og Charlie Carbone eru æskuvinir með tengsl við mafíuna. Eftir að þeir klúðra afhendingu á stolnum sjónvarpstækjum, þá gefur mafíósinn Sal Magio þeim eitt tækifæri enn, en það vill þannig til að hann er stjúpfaðir Charlie. Félagarnir eiga nú að afhenda 50 þúsund Bandaríkjadali til aðila í Ástralíu. Verkefnið hljómar einfalt, en það... Lesa meira

Louis Booker og Charlie Carbone eru æskuvinir með tengsl við mafíuna. Eftir að þeir klúðra afhendingu á stolnum sjónvarpstækjum, þá gefur mafíósinn Sal Magio þeim eitt tækifæri enn, en það vill þannig til að hann er stjúpfaðir Charlie. Félagarnir eiga nú að afhenda 50 þúsund Bandaríkjadali til aðila í Ástralíu. Verkefnið hljómar einfalt, en það kemur babb í bátinn þegar kengúra stelur peningunum. Núna þurfa þeir Charlie og Louis að finna kengúruna, og endurheimta féð, áður en þeir lenda í slæmum málum. ... minna

Aðalleikarar


Mjög góð grínmynd með einum uppáhalds leikaranum mínum sem er feiti svarti gaurinn. Mæli með þessari mynd fyrir fólk sem á börn sem finnst gaman að sjá dýr stríða fólki.Fyndin mynd en er um allt það sama, kengúra sem stal jakka með peningum í sem 2 kallar voru að fara með till aðra menn. Fyndin og skemmtileg mynd. Þrjár og hálf stjarna
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég verð að segja að þegar ég fór á hana um daginn hélt ég að þetta væri bara mynd í meðallagi. En þetta er bráðskemmtileg mynd með fjörugum atriðum og ágætissöguþræði(þótt að hann sé frekar algengur, tveir klaufar að eltast við pening sem þeir töpuðu á ótrúlegan hátt, sem þeir áttu að láta mafíuna fá). Í Kangaroo Jack leika tveir ótrúlega fyndnir leikarar, Anthony Andersson og Cristopher Walken.

Svo er annað atriði, að Kengúran talar ekki, eins og allir halda sem hafa ekki séð myndina. Þetta er hin skemmtilegasta afþreying og mæli með að fólk skelli sér á þessa mynd(sýnd í Kringlubíó og Álfabakka).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Guð mér fannst þetta svo HUNDleiðinleg mynd!!!!

þetta er týbísk mynd sem maður nennir ekki að horfa á nema einu sinni!!!

Söguþráðurinn er alltaf eins: Pirrandi dýr, tveir kallar að flýja undan mafíósum, peningar, stelpa og svo endar allt vel og annar kallinn og stelpan elska hvort annað og bla bla bla.

ég var að vonast til þess að þessa væri svoleiðis mynd að maður gæti hlegið mikið...en ég held að ég hafi hlegið af 2, kannski 3 atriðum.

Pirrandi mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Jerry Bruckheimer er einn af þeim framleiðendum í Hollywood sem sendir frá sér svokallaða sumarsmelli. Hann er maðurinn á bak við myndir eins og Top Gun, Armageddon, Pearl Harbor og fl. Kangaroo Jack er ein af þeim myndum sem Bruckheimer framleiðir. Hún fjallar um tvo vini sem lenda í því að misstíga sig illilega í sendiför fyrir mafíuósa og eru því sendir í refsingarskyni til Ástralíu til að afhenda pakka. Þeir leigja sér bíl og halda út í óbyggðir Ástralíu þar sem þeir keyra á kengúru og einhverra hluta vegna klæða þeir hana í jakkann af öðrum. Hún rankar við sér og skoppar í burtu, með peningana. Upphefst nú mikill eltingarleikur. Myndin er afskaplega þreytandi og fyrirsjáanleg. Brandararnir þunnir og ofnotaðir. Klisja ofan á klisju einkennir þessa mynd og ég var sí og æ að bíða eftir að hún var búin. Þetta var eins og of langur sjónvarpsþáttur með prumpbröndurum. Myndin er ein af þessum myndum sem maður sér eftir að hafa farið á, eitt tíma og peningum í svona vitleysu. Forðist þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Byrjunin er mjög góð. En svo heldur maður að Keinkúran byrji að tala og það myndi eyðilegja þessa mynd sem byrjaði svo vel. En alls ekki. Keínkúra byrjar ekki að tala eins og maður bjóst við. þegar ég horfði á byrjunina hélt ég að þetta væri svona tíbísk disney mynd. En allt kom fyrir ekki. Þessi mynd er mjög hlægileg og ég mæli með henni. Fyrir alla. Ekki reyna vera of kúl og halda að þetta sé eitthver barnamynd. því hún er það ekki. þetta er mynd fyrir alla sem hafa gaman að því að hlægja og skemmta sér. Ég myndi frekar fara á þessa mynd heldur en margar aðrar sem er verið að sýna í bíó núna. Maður hlær alla myndina. Vonandi sjáiði myndina og hafið gaman að henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn