Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Tears of the Sun 2003

Justwatch

Frumsýnd: 30. júlí 2003

The only thing necessary for the triumph of evil is for good men to do nothing.

121 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 34% Critics
The Movies database einkunn 48
/100

Sérsveitarmaðurinn A.K. Waters fer með sveit sína inn í nígeríska frumskóginn til að bjarga lækni, Dr. Lena Kendricks, sem neitar að koma með þeim nema þeir bjargi líka 70 saklausum flóttamönnum.

Aðalleikarar


Ótrúlega væmin mynd og frekar illa leikin og með einhverjum gaur úr Red hot chilli peppers í aukahlutverki. Ég held að Willis hefur bara reynt að ná sér í einhvern pening í þessari. Willis leikur hermann sem fer í frumskóga Nígeríu til að ná í lækni (Monica Bellucci) en hún vill hafa alla sjúklingana sína með og það eru einhverjar afrísk hersveit á eftir þeim.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Myndin er svona á milli tveggja stjarna og tveggja og hálfra stjörnu. Bruce Willis leikur hermann sem þarf að fara með lið sitt til frumskóga Nígeríu til að bjarga lækni (Monica Belluci) en hún vill hafa alla sjúklingana með sér. Illa leikin mynd en samt ágæt ræma.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það mætti halda að ríkisstjórn Bandaríkjanna, með George Bush og Colin Powell fremsta í flokki, sé farin að skrifa handrit að kvikmyndum og selja til Hollywood. Tears of The Sun er eins og sniðin fyrir áróðursherferð fyrir bandaríska herinn þar sem herinn ræðst inn í land og bjargar því sem bjargað verður. Í stuttu máli fjallar myndin um liðþjálfann A.K.Waters (Bruce Willis) sem fer fyrir hópi hermanna sem fá það verkefni að fara inn í Nígeríu og sækja lækninn Lenu Fiore Kendricks (Monica Belucci). Í Nígeríu ríkir óöld þar sem uppreisnarmenn hafa hrifsað til sín völdin. Hermennirnir finna Lenu en hún neitar að fara nema að samstarfsmenn sínir og sjúklingar fá að fara með. Waters samþykkir það og hefst þá ganga í gegnum frumskóginn þar sem uppreisnarmenn sitja um þau. Þessi mynd er hraðsoðin harðhausamynd með engum söguþærði. Leikararnir eru afleitir og er Willis afarslæmur, hann virkar eins og vélmenni. Leikstjórinn Antoine Fuqua (Training Day) vill sennilega gleyma þessari mynd sem fyrst. Tears of The Sun er afskaplega leiðinleg kvikmynd þar sem lélegt handrit og afarslappur leikur sameinast. Forðist þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ágætis stríðsræma, sem fer þó aðeins yfir sig í væmninni á köflum. Willissinn er sérsveitarmaður sendur til Nígeríu ásamt sveit sinni að bjarga læknum, prestum og nunnum frá kexbrjáluðum múslimum. Að sjálfsögðu verður hann að reyna að bjarga fullt af óbreyttum borgurum í leiðinni með byssuhólk í hvorri hönd. Fínir byssubardagar og dálítið skemmtilg bara yfir heildina. Takið eftir Chad Smith, trommara Red Hot Chili Peppers, í hlutverki sérsveitarmanns.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Tears of the sun er stríðsmynd sem gerist í skógum Afríku nánar tiltekið í Nígeríu. Sérsveit úr bandaríska hernum, með Bruce Willis í fararbroddi, er send inn í landið til þess að sækja Ameríska konu sem er þar í sjálfboðavinnu. Auðvita er myndin Amerísk út í gegn og kanarnir eru alltaf góði karlinn en ef það fer í taugarnar á fólki þá á það yfirleitt ekki að horfa á Amerískar stríðsmyndir, eða Amerískar myndir almennt. Þjóðarrembingurinn er þó í lágmarki í myndinni og gerir hún mun meira af því að lýsa ástandinu eins og það var og er jafnvel enþá í sumum af þessum löndum. Tilgangslaus fjöldamorð, nauðganir og aðrar pintingar uppreisna herdeildanna er lýst í myndinni og gefur manni glögga mynd af því hvernig lífið er á þessum slóðum.

Þó svo að rembingurinn sé til staðar þá er myndin engu að síður mjög góð, ekkert um áþarfa ástarvellur, óþarfa málalengingar eða annað þessháttar til þess að drepa niður spennuna. Myndin rennur vel í gegn hún er nokkuð vel leikin, hljóð og tæknibrellur fínar og söguþráðurinn, ja ekki gallalaus en þetta er nú einusinni Amerísk hetjumynd.

Ég get án nokkurrar eftirsjár mælt með myndinni því hún virkaði mjög vel á mig og ég hugsa að hún eigi eftir að virka vel á flest alla aðra líka.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

15.04.2013

Frumsýning: Olympus Has Fallen

Sambíóin frumsýna spennumyndina Olympus Has Fallen á miðvikudaginn næsta, þann 17. apríl í Sambíóunum Egilshöll, Álfabakka, Kringlunni, Keflavík og Akureyri. Í tilkynningu frá Sambíóunum segir að Olympus Has Fallen sé ...

01.03.2013

Íslenskur handritshöfundur skrifar fyrir Butler

Spennu- og hasarmyndin Olympus Has Fallen sem verður frumsýnd hér á landi þann 22. mars er dálítið sérstök fyrir okkur Íslendinga að því leyti að handritið er skrifað af Íslendingnum Katrínu Benedikt og eiginmanni...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn