Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Willard 2003

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 16. maí 2003

A new breed of friendship

100 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 64% Critics
The Movies database einkunn 61
/100

Willard er utangarðs í lífinu og samstarfsmenn gera grín að honum. Þegar honum er ýtt úr fyrirtækinu sem faðir hans heitinn stofnaði, þá eignast hann vini í rottum sem hann hefur alið upp heima við. En þegar ein rottan er drepin í vinnunni, þá leitar Willard hefnda, og notar rotturnar til að ráðast á þá sem hafa kvalið hann í gegnum tíðina. Forysturottan,... Lesa meira

Willard er utangarðs í lífinu og samstarfsmenn gera grín að honum. Þegar honum er ýtt úr fyrirtækinu sem faðir hans heitinn stofnaði, þá eignast hann vini í rottum sem hann hefur alið upp heima við. En þegar ein rottan er drepin í vinnunni, þá leitar Willard hefnda, og notar rotturnar til að ráðast á þá sem hafa kvalið hann í gegnum tíðina. Forysturottan, Ben, er óvenju gáfuð og miskunnarlaus, og nú ræðst rottuherinn á vinnustaðinn og fremur sóðalegt fjöldamorð. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Snilld. hrein snilld. Endurgerð fra 1971, sem eg hef að visu ekki seð, en þratt fyrir það get eg sagt að þetta er snilld. Ath. þetta er ekki hryllingsmynd, hun er meira svona undir-tons einhvað.. frekar þung a köflum en bætt með svörtum humor og alveg frabæru shotti með Ben. Auðvitað alveg pure leikur hja Crispin Glover, maðurinn er snillingur. En myndin er æði, endirinn er besti parturinn, sma svona Pshyco tilvitnun, og svo Ben sungið af Crispin sjalfum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég ætla að taka það strax fram að ég hef ekki séð myndina sem þessi mynd er endurgerð á þannig að ég get ekki borið þær saman. Hvað sem því líður þá er þessi mynd þolanleg skemmtun þó að hún líði fyrir ýmsa galla, hún verkar innantóm og litlaus og alls ekki eins myrk og hún hefði átt að vera. Crispin Glover fer með hlutverk titilpersónunnar og þó að hann spili ágætlega úr því þá hefur hann eiginlega oftast ef ekki alltaf verið betri. Einnig tek ég það undir með Tómasi fyrir ofan að það setur vissan blett á myndina hvað það er fókusað svo miklu meira á titilpersónuna heldur en nokkuð annað. Þrátt fyrir þetta allt saman þá er Willard alls ekki sem verst. Mér einhvern veginn leiddist aldrei meðan ég var að horfa á hana, hún hefur vissan sjarma. En sé það tekið með í reikninginn að hún er frekar misheppnuð og undir lokin var hún löngu hætt að meika einhvern sens þá eru tvær stjörnur algjört hámark.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd fjallar um Willard sem er einn af þessum gaurum sem lætur valta yfir sig, þar til einn dag getur hann talað við rotturnar í kjallaranum sínum. Hann býr með mömmu sinni sem er ekki skemmtileg. Ekki verður Willard glaður þegar að yfirmaður hans drepur vin hans sem var rotta/mús, þá safnar hann öllum rottunum sínum og sendir þær til að drepa hann. Seinna gera allar rotturnar eða allavega ein rotta að nafni Ben uppreysn og þær fara úr kjallaranum. Vinkona hans Willard gefur hanum kött sem að rotturnar átu seinna. Hún endar þannig að Willard fer á geðveikrahæli og er þar með rottu/mús.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Góð mynd sem er endurgerð samnefndar myndar frá 1971. Willard (Crispin Glover,Charlies angels,Full throttle,Back to the future myndirnar) er vesæll strákur sem á heima hjá aldraðri móður sinni og er í þvílíkt lélegu starfi. En það eru rottur í kjallaranum og Willard fer að skoða það en þá kemur í ljós að hann getur talað við þær. Þá notar hann meindýrin til að drepa þá sem hann hatar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Alveg ágæt endurgerð hrollvekjunar samnefndu frá 1971. Crispin Glover (Back to the future,Charlies angels) leikur Willard, strák sem á heima hjá mömmu sinni. En það kemur upp rottuvandamál í kjallaranum og Willard fer að skoða það og sér að hann getur talað við rotturnar og orðið vinur þeirra allra. En hann notar forystu rottuna Ben og hinar rotturnar til að útrýma öllum sem hafa gert honum lífið leitt. When the cat is away the rats will play!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn