Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Fór bara á þessa mynd út af Colin Firth sem mér finnst mjög góður leikari. En myndin er sæt en samt fyrirsjánleg en allt í lagi að sjá. Gef myndinni eina og hálfa stjörnu fyrir leik Colins.
Ég var PLATAÐUR til að sjá þessa mynd og hef varla fyrirgefið manneskjunni ennþá, því mér þótti þessi mynda alveg afkára vitlaus og með eindæmum leiðinleg. En jæja fyrir þá sem ekki hafa séð myndina lesið ekki lengra.
Í stuttu máli fjallar hún um unga og partíóða stelpu sem alin hefur verið upp af móður sinni í Bandaríkjunum, hún kemst að því að faðir hennar er einhverskonar pólitíkus í Bretlandi og af fínum ættum. Og því ákveður hún að fara og hitta hann (með hræðilegum afleiðingum).
Hún fer til Bretlands og ryðst inn á hinn fína herragarð sem þingmaðurinn faðir hennar býr ásamt unnustu sinni. Faðirinn er auðvitað steinhissa á því að hann eigi dóttur því hann hafði ekkert heyrt frá móður hennar frá því að þau áttu saman one night stand fyrir mörgum árum. Og unnusta hans er frekar hneyksluð, sem og breska pressan. Og enn meiri furðu vekur að stelpan er algjörlega óalandi, því hún hagar sér bókstaflega eins og fífl við allar aðstæður með sinni óstjórnlegu þörf til að byrja að dansa og syngja þegar henni dettur í hug. En svo róast hún niður og allt virðist stefna í gott lag, en þá kemur til sögunnar vatnsgreiddur breskur vandræðaunglingur sem vekur ást í hjarta hinnar villtu stelpu og hún tryllist á nýjan leik.
En svo verður faðir hennar að gera upp við sig; vill hann kynnast villtu lausaleiksbarni sínu nánar eða vill hann frekar halda áfram að stíga metorðastigan??
Voðalega óspennandi og leiðinleg klisja með fyrirsjáanlegri atburðarás, lélegu handriti og litlausum leik. En aðalleikonan má þó eiga það að hún er með sætt bros sem hún notar mikið í myndinni. Það þykir þó mér ekki nógu mikið til að gefa þessarri mynd meira en 0 stjörnur.
Takk fyrir.
What a girl want fjallar um stúlku sem flýgur til London til að hitta föður sinn sem hún hefur aldrei kynnst en alltaf vitað af.
Þar lendir hún í ýmsum ævintýrum þar sem faðir hennar er að reyna að gerast forsætisráðherra Bretlands og ekki hjálpar að fjölmiðlarnir elta hann á röndum. Colin firth leikur pabbann og amanda bynes leikur stúlkuna. Allt í lagi mynd en svaka fyrirsjáanleg.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Warner Bros. Pictures
Vefsíða:
Aldur USA:
PG
Frumsýnd á Íslandi:
18. júlí 2003
VHS:
8. janúar 2004