Náðu í appið

Ástríkur 2002

(Asterix )

Frumsýnd: 1. ágúst 2003

107 MÍNFranska

Egypska drottningin Kleópatra veðjar við rómverska keisarann Júlíus Sesar um að þjóð hennar sé enn stórfengleg, jafnvel þó að tímar Faraós séu löngu liðnir. Hún heitir því að byggja nýja höll fyrir Sesar innan þriggja mánaða. Þar sem allir arkitektar hennar eru uppteknir eða of íhaldssamir í stíl, þá þarf Edifis að teikna höllina. Hún á að... Lesa meira

Egypska drottningin Kleópatra veðjar við rómverska keisarann Júlíus Sesar um að þjóð hennar sé enn stórfengleg, jafnvel þó að tímar Faraós séu löngu liðnir. Hún heitir því að byggja nýja höll fyrir Sesar innan þriggja mánaða. Þar sem allir arkitektar hennar eru uppteknir eða of íhaldssamir í stíl, þá þarf Edifis að teikna höllina. Hún á að vera þakin gulli, og ef þetta tekst ekki í tæka tíð verður honum hent fyrir krókódílana. Edifis kallar á gamlan vin til að hjálpa sér: hinn stórkostlega Seiðrík frá Gallíu, sem bruggar töfraseyði sem gefur mönnum yfirnáttúrulegan styrk. Honum til verndar koma Ástríkur og Steinríkur með. Þegar Sesar sér að byggingin gengur vel, þá lætur hann hermenn sína ráðast á bygginguna í þeim tilgangi að vinna veðmálið og halda andlitinu. En hann gerði ekki ráð fyrir Ástríki og Steinríki.... minna

Aðalleikarar


Þessi mynd er mjög fyndin og skemmtileg grínmynd! Myndin snýst um mann sem þarf að byggja kastala handa Sesari keisara. Ef hann verður ekki búinn að því eftir þrjá mánuði verður honum hent fyrir krókódíla. Hann leitar ráða hjá Ástríki, Steinríki og félögum.


Eggert Thorarensen.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Skemtileg mynd um Ástrík og Steinrík sem eru í bannastuði í byggingar brasanum í Egiptalandi. Þessi mynd er önnur myndin í röðini um gallana Ástrík og Steinrík og verður það að segjast að hún slær forvera sínum við. Mynd sem öll fjölskyldan verður að sjá og skemir ekki íslenska talsetningin fyrir en hún er mjög vel útfærð. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég verð að segja að svona til að byrja með að ég var svolítið hissa á því hvað þessi mynd kemur seint hingað á klakan þar sem ég sá hana þegar ég var á ferðalagi um Evrópu fyrir ári síðan. Jæja hvað með það. Þessi mynd er önnur í röðinni um þá félaga Ástrí og Steinrík, sem er nánast óþarfi að kynna fyrir flestum þeim sem á annað borð hafa lesið teiknimyndabækurnar um þá félaga. Þó svo að myndin fylgi ekki söguþræðinum úr samnefndri bók um þá, þá er hún hin besta skemmtun og hafði ég mjög gaman af henni. Að vísu man ég ekki svo glöglega eftir söguþræðinum, en get þó sagt að enginn kemur fýldur út af þessari. Ég verð að taka fram að ég veit ekki hvernig myndin virkar á mann með íslensku tali þar sem ég sá hana með orginal rödunum. Vonandi skemmir það ekki fyrir því og þið skellið ykkur á þessa með hlátur í huga.

Með kláp kveðjum

Mike
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

08.03.2023

Barðist alla leið á toppinn

Baráttan um toppsætið á íslenska bíóaðsóknarlistanum um síðustu helgi endaði á þann veg að hnefaleikamyndin Creed 3 vann og tók toppsætið af Marvel myndinni Ant-Man and the Wasp: Quantumania. Bræður munu berja...

04.03.2023

Frelsun keisaraynjunnar í Kína

Ástríkur og Steinríkur: Miðríkið, sem kom í bíó nú um helgina, er sú fimmta í röðinni í leiknu kvikmyndaseríunni um þá félaga. Áður hafa komið út Ástríkur og Steinríkur: Gegn Sesari (1999), Ástríkur og K...

25.03.2019

Captain Marvel sigraði Us

Enn á ný, þriðju vikuna í röð, nær ofurhetjusmellurinn Captain Marvel efsta sæti íslenska bíóaðsóknarlistans. Það er vel af sér vikið því ný mynd Get Out leikstjórans Jordan Peel, Us, var frumsýnd um helgina, ...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn