Þetta sívinsæla ævintýri H.C.Andersen er hér komið í nokkuð sérstakri teiknimyndaútfærslu en þó með íslensku tali. Bakgrunnshöfundar myndarinnar eru um 80 manns auk hundruð annarra ...
Tumi Þumall og Þumalína (2003)
Ævintýri Tuma þumals og Þumalínu
Tumi og Þumalína eru pínu-pínulitlir og sætir krakkar sem er rænt af Sirkusstjóranum, sem á leið um og skellir þeim í hópinn sinn.
Söguþráður
Tumi og Þumalína eru pínu-pínulitlir og sætir krakkar sem er rænt af Sirkusstjóranum, sem á leið um og skellir þeim í hópinn sinn. Þeim tekst að strjúka og lendir Þumalína litla í höndunum á leiðindaskarfi þar sem hún má þræla og puða á meðan Tuma vegnar betur hjá gömlum og góðum karli sem ferðast um með hundana sína og skilar Tuma aftur að lokum á sömu slóðir og hann fann hann á þegar karlinn finnur að hann á ekki langt eftir. Þar hittir hann Þumalínu sem hefur tekist að flýja, og lenda skötuhjúin litlu í margvíslegum ævintýrum. Þau komast fljótlega að því að til er fleira lítið fólk en þau og hefja leitina að Smálandi. Á leiðinni lenda þau í útistöðum við alls kyns furðyverur eins og Möldvörpukónginn sem er að leita að drottningu, Pöddumömmu, o.fl. o.fl.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar






