Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Einstaklega góð mynd um myndasöguhöfundinn Harvey Pekar, sem skrifaði óvenjulegustu comic-book sögur ever, American Splendor sem fjalla um líf hans, og urðu frægar sögur. Myndin er manneskjuleg og fer vel í persónur og atburðin sem myndin fjallar um. Einnig eru samræðurnar frábærlega skrifaðar. Að Harvey sjálfur skrifi handritið er bara snilld. Paul Giamatti er magnaður í hlutverki Harvey og skilar frábærri frammistöðu. Svo er gaman að sjá Harvey sjálfan bregða fyrir nokkrum sinnum, og einnig er comic-book stíllinn verulega svalur. Ef þið fílið leikarann Paul Giamatti, mæli ég að þið sjáið þessa og Sideways.
Hér er á ferðinni ein athyglisverðasta mynd sem ég hef séð í langan tíma. Fjallar hún um Harvey Pekar,djass og myndasöguaðdánda sem dag einn byrjar að skrifa sína eigin myndasögu byggða á eigin lífi og eins og við má búast er mikill raunveruleikastimpill yfir öllu saman og náttúrulega enginn ofurmannabragur á þessu. Sem er akkúrat það sem virkar. Gaurinn skrifar um það hvað hann er þunglyndur,reiður,leiður og graður og þessi hreinskilni skilar ótrúlega góðri útkomu. Sjálfur man ég eftir að hafa séð hann koma fram í Letterman-þættinum og hugsaði með mér:hver í andskotanum er þetta??. Og nú er komin mynd um þennan snilling. Paul Giamatti er ótrúlega góður í þessu hlutverki og fær maður að sjá hvað hann nær rödd og hegðun Pekar vel þar sem hinn raunverulegi talar yfir myndinni og kemur fram líka. Persónulega hélt ég að Giamatti myndi aldrei ná að halda uppi mynd sjálfur þar sem hann var búinn að fá á sig smá aukaleikarastimpil(Man on the moon og Private Parts ættu allir hafa séð)en hér er hann í esssinu sínu og sýnir frábær tilþrif. Hvernig myndin er sett stundum upp eins og myndasaga er líka flott. Þetta er mynd sem allir verða að sjá.
Ég hélt að engin mynd gæti skákað 28 Days Later en mér skjátlaðist. American Splendor er besta mynd sem ég hef séð! Hún er þung,djúp,fjári fyndin,vel leikin,vel leikstýrð,vel skrifuð,ótrúlega vel framleidd og vá maður ég finn ekki fleiri orð! :D Myndin fjallar um ævi Harvey Pekars (Paul Giamatti) en hann var í lélegu starfi sem skjalavörður en samdi myndasögurnar American Splendor sem slógu í gegn en þær fjölluðu ekki um ofurhetjur,hún fjallaði hreinlega um líf hans og hvað venjulegt líf er flókið. Hann fær send bréf frá mesta aðdáanda hans (Hope Davis) en hún hittir hann og þau ákveða að sleppa tilhugalífinu og gifta sig á fyrsta degi. Harvey fær eiginlega engin pening fyrir myndasögurnar sínar en græðir bara á því að selja plöturnar sínar. Harvey Pekar sjálfur er sögumaðurinn og stundum á milli er það bara hann á settinu og með öllu fólkinu sem koma fram í myndinni.En myndin er líka bar soldið skrýtin en skiptir engu máli. Það er áhugavert þegar það er bætt inn á myndirnar teiknaðar hreyfimyndir en þær passa einmitt inn í hvernig lífið var á tuttugustu öldinni. Myndin ætti að fá miklu fleiri Óskarsverðlaun (hún var bara tilnefnd til besta handritið byggt á annari sögu en vann ekki) og Paul Giamatti er í sínu besta hlutverki og leikur ótrúlega vel og á skilið Óskarsverðlaun. Ein persónan,sem er stolt af því að vera nörd er að mínu mati fyndnastur í allri myndina. Mér sýnist ég vera búinn að dæla ritgerð í ykkur en ég segi bara að þetta sé besta mynd allra tíma.
Guð forði ykkur frá því að sjá þessa hrikalega leiðinlegustu mynd sem ég man eftir.
Ömuleg mynd um mann sem lifir ömulegu lífi og segir frá því á ömulegan hátt.
Það er ekkert við þessa mynd sem heldur manni við skjáinn og þraukaði ég ekki nema rétt uþb hálfa mynd og tel ég það vera mikið þrekvirki.
Forðastu þetta eins og heitan eldinn því þetta helvíti er sorp og ekkert annað.
Myndasöguhetjan Harvey
American Splendor er óvenjuleg mynd á nær allan hátt. Hún er fyrst og fremst byggð á teiknimyndasögum, sem skrifaðar eru af hinum raunverulega Harvey Pekar (sem Paul Giamatti leikur hér), en hún fer samt með efnið svolítið lengra. Hún flakkar fram og aftur í raunverulegt líf mannsins, meðan hún gefur okkur innsýn inn í það gervilega (sumsé; það leikna). Þetta virkar eins og sérkennileg en í senn ansi áhugaverð blanda af sjálfsævisögu, karakterstúdíu og heimildarmynd.
Myndin segir frá mjög sérstökum manni, þessum Harvey Pekar, sem lifði sig inn í myndasöguheiminn og gerði að lokum myndasögur um hans eigið tóma líf. Maðurinn var taugahrúga, átti skítavinnu og lítið sem ekkert félagslíf, en einhverra hluta vegna fengu sögurnar góðar viðtökur og Harvey varð orðinn fræg ''myndasöguhetja.'' Paul Giamatti ber þessa mynd uppi með stakri prýði og gerir persónuna trúverðuga. Hann virðist hafa góð tök á hlutverkinu (kemur kannski ekkert á óvart enda var Harvey sjálfur viðstaddur nálægt) og einstaka sinnum gerir hann karakterinn að enn meiri taugahrúgu heldur en jafnvel Woody Allen. Hope Davis - sú vanmetna leikkona - er líka virkilega góð sem eiginkona hans. Ástarsamband þeirra í myndinni er vafalaust með því furðulegasta í kvikmynd langa lengi (sem átti víst að gerast í alvöru...).
Handrit myndarinnar er einnig virkilega frumlegt og skemmtilegt, og samtölin eru oft á tíðum skondin. Tæknivinnslan vakti svo líka tiltölulega mikla athygli hjá mér. Ef ykkur fannst Hulk gera comic book effekt-ið vel (þ.e.a.s. láta kvikmyndina líta út eins og blaðsíðu úr myndasögu) þá ætti það að koma ykkur á óvart hversu skemmtilega þessi mynd skapar þann stíl. Ég var aftur á móti fyrir dálitlum vonbrigðum með heildarniðurstöðuna. Mér fannst myndin mætti fara aðeins betur út í ýmsa hluti (hjónabandið t.d.) og aðeins minna af öllum þessum ''mocumentary'' stælum. Hún var heldur ekki eins fyndin og ég bjóst við, og miðað við allar þær viðurkenningar sem myndin hefur hlotið má segja að ég hafi kannski farið á hana með fullháar væntingar. Samt mjög fín mynd þrátt fyrir það, og einnig mjög fersk fyrir þá sem vilja prufa eitthvað nýtt í bíó.
7/10
American Splendor er óvenjuleg mynd á nær allan hátt. Hún er fyrst og fremst byggð á teiknimyndasögum, sem skrifaðar eru af hinum raunverulega Harvey Pekar (sem Paul Giamatti leikur hér), en hún fer samt með efnið svolítið lengra. Hún flakkar fram og aftur í raunverulegt líf mannsins, meðan hún gefur okkur innsýn inn í það gervilega (sumsé; það leikna). Þetta virkar eins og sérkennileg en í senn ansi áhugaverð blanda af sjálfsævisögu, karakterstúdíu og heimildarmynd.
Myndin segir frá mjög sérstökum manni, þessum Harvey Pekar, sem lifði sig inn í myndasöguheiminn og gerði að lokum myndasögur um hans eigið tóma líf. Maðurinn var taugahrúga, átti skítavinnu og lítið sem ekkert félagslíf, en einhverra hluta vegna fengu sögurnar góðar viðtökur og Harvey varð orðinn fræg ''myndasöguhetja.'' Paul Giamatti ber þessa mynd uppi með stakri prýði og gerir persónuna trúverðuga. Hann virðist hafa góð tök á hlutverkinu (kemur kannski ekkert á óvart enda var Harvey sjálfur viðstaddur nálægt) og einstaka sinnum gerir hann karakterinn að enn meiri taugahrúgu heldur en jafnvel Woody Allen. Hope Davis - sú vanmetna leikkona - er líka virkilega góð sem eiginkona hans. Ástarsamband þeirra í myndinni er vafalaust með því furðulegasta í kvikmynd langa lengi (sem átti víst að gerast í alvöru...).
Handrit myndarinnar er einnig virkilega frumlegt og skemmtilegt, og samtölin eru oft á tíðum skondin. Tæknivinnslan vakti svo líka tiltölulega mikla athygli hjá mér. Ef ykkur fannst Hulk gera comic book effekt-ið vel (þ.e.a.s. láta kvikmyndina líta út eins og blaðsíðu úr myndasögu) þá ætti það að koma ykkur á óvart hversu skemmtilega þessi mynd skapar þann stíl. Ég var aftur á móti fyrir dálitlum vonbrigðum með heildarniðurstöðuna. Mér fannst myndin mætti fara aðeins betur út í ýmsa hluti (hjónabandið t.d.) og aðeins minna af öllum þessum ''mocumentary'' stælum. Hún var heldur ekki eins fyndin og ég bjóst við, og miðað við allar þær viðurkenningar sem myndin hefur hlotið má segja að ég hafi kannski farið á hana með fullháar væntingar. Samt mjög fín mynd þrátt fyrir það, og einnig mjög fersk fyrir þá sem vilja prufa eitthvað nýtt í bíó.
7/10
Um myndina
Leikstjórn
Shari Springer Berman, Robert Pulcini
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
27. febrúar 2004