Náðu í appið
American Splendor

American Splendor (2003)

"Ordinary life is pretty complex stuff."

1 klst 41 mín2003

Harvey Pekar er skjalavörður á spítala.

Rotten Tomatoes94%
Metacritic90
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð
Ástæða:BlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Harvey Pekar er skjalavörður á spítala. Samskipti við samstarfsfólkið brjóta upp annars einhæft starfið, og samtöl þeirra ná yfir allt frá tónlist að hnignun bandarískrar menningar og að bragðtegundum af jellybeans og lífsins sjálfs. Heima eyðir Harvey tíma sínum í lestur, skriftir og að hlusta á djasstónlist. Íbúðin hans er full af þúsundum bóka og hljómplatna, og hann fer reglulega á bílskúrssölur til að kaupa sér meira af þessum hlutum. Í einni af þessum heimsóknum sínum á bílskúrssölu þá hittir Harvey Robert Crumb, teiknimyndasöguhöfund og tónlistaráhugamann. Þegar Crumb verður frægur mörgum árum síðar fyrir teiknimyndasögur sínar, þá verður það innblástur fyrir Harvey að gera sínar eigin teiknimyndasögur. Harvey gerir upp frá því teiknimyndasöguna American Splendor sem fjallar um eigið alþýðlega verkamannalíf. Sögurnar komu fyrst úr árið 1976 og gerði Harvey frægan meðal teiknimyndsöguáhugamanna í fyrstu, en síðan eykst frægð hans eftir að hann kynnist Joyce Barber sem verður sálufélagi hans.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

HBO FilmsUS
Good MachineUS

Gagnrýni notenda (5)

Einstaklega góð mynd um myndasöguhöfundinn Harvey Pekar, sem skrifaði óvenjulegustu comic-book sögur ever, American Splendor sem fjalla um líf hans, og urðu frægar sögur. Myndin er manneskj...

Guð forði ykkur frá því að sjá þessa hrikalega leiðinlegustu mynd sem ég man eftir. Ömuleg mynd um mann sem lifir ömulegu lífi og segir frá því á ömulegan hátt. Það er ekker...

Myndasöguhetjan Harvey

★★★★☆

American Splendor er óvenjuleg mynd á nær allan hátt. Hún er fyrst og fremst byggð á teiknimyndasögum, sem skrifaðar eru af hinum raunverulega Harvey Pekar (sem Paul Giamatti leikur hér), en...