Náðu í appið

Bad Taste 1987

Fannst ekki á veitum á Íslandi

One thing the aliens hadn't counted on was Derek, and Dereks don't run!

91 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 71% Critics
The Movies database einkunn 52
/100

Derek og vinir hans þurfa að rannsaka mannshvörf í litlu þorpi. Þeir komast að því að geimverur, sem hafa tekið sér mannsmynd, eru í raun skrímsli með risastóran haus sem hafa breytt öllum þorpsbúum í skyndibita og borðað þá. Núna þarf Derek að bjarga deginum og heiminum öllum með keðjusöginni sinni, áður en kjötæturnar ráðast á alla plánetuna.... Lesa meira

Derek og vinir hans þurfa að rannsaka mannshvörf í litlu þorpi. Þeir komast að því að geimverur, sem hafa tekið sér mannsmynd, eru í raun skrímsli með risastóran haus sem hafa breytt öllum þorpsbúum í skyndibita og borðað þá. Núna þarf Derek að bjarga deginum og heiminum öllum með keðjusöginni sinni, áður en kjötæturnar ráðast á alla plánetuna. Mun Derek ná að drepa allar geimverurnar?... minna

Aðalleikarar


Þetta er fyrsta mynd Peter Jacksons sem tók fjögur ár að gera og vakti honum fyrst athygli. Þessi fjögur ár voru greinilega þess virði, á eftir Bad taste komu Meet the Feebles, Braindead, Forgotten Silver, Heavenly Creatures, The Frightener, Lord of the Rings og svo bráðlega King Kong endurgerðin. Hann Jackson sem er rosalegur splatter aðdáðandi gerði sínar eigin og Bad Taste er ein þeirra og hún er ein mesta sýra sem ég hef nokkurn tíman séð. Geimverur ráðast á bæ til þess að taka yfir mannkynið og í stað eru sendir enhverjir gaurar að ráðast gegn þeim. Eftir það er ekkert nema tilgangslaust ofbeldi, sem er alltaf gull í kvikmyndum. Ég er ekki viss hvort Bad Taste gæti talist sem góð kvikmynd en ég er svo mikill splatter aðdáðandi sjálfur að ég verð að gefa henni þrjár og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er örugglega með þeim fyndnari myndum sem ég hef séð. Peter Jackson leikstýrir, framleiðir og leikur aðalhlutverkið og nær að gera allt sem hann gerir í þessari mynd einstaklega vel. Fyndið handrit, húmorinn í myndinni alveg meiriháttar og skemmtanagildi myndarinnar superb. Snilldarmynd frá meistara Peter Jackson. Fær hjá mér 4 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frábær og blóðug skemmtun!!!


Crumb og geimveruófétaher hans ráðast á jörðina til að pakka jarðarbúum inn í pappakassa og selja sem skyndibita á heimaplánetu sinni! Fjárir menn á veg ríkisstjórnarinnar eru sendir til að rétta úr hlutunum!!! Hinn vopnaóði Ozzy,hinn skynsami Barry, hinn svali Frank og hinn snargeggjaði Derek!


Tekst þeim það eða verða þeir að skyndibita áheimaplánetunni hjá geimveruófétunum?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er mjög góð mynd eftir peter jackson sem gerir bara góðar myndir, ég er mikið fyrir mikinn húmor og í senn gore allveg í gegn, þessi er fyndin og gory geimveru mynd. hún fjallar um geimverur sem koma til jarðar og 4 menn ætla að stöðva þær, Derek, Henry, Frank og einhver annar sem ég man ekki hvað heitir. Þeir lenda í mörgum asnalegum hlutum. Ég gef þessari mynd tvímælanlaust fjórar stjörnur og fleiri ef að það væri hægt. Þetta er ein besta mynd á jarðríki, sjáið hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Bad Taste er mjög mikil snilld ég gat hlegið alveg svakalega að þessari mynd þegar ég sá þessa mynd fyrst. myndin er um geimverur og síðan koma menn og ætla að drepa geimverurnar svo að þær nái ekki heimsyfirráðum. það gerist mikið í millitíðinni sem er fyndið.þetta er góð grínmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn