Náðu í appið
Super Size Me

Super Size Me (2004)

"The first ever reality-based movie ... everything begins and ends in 30 days!"

1 klst 40 mín2004

Margir hafa lögsótt MacDonalds skyndibitakeðjuna fyrir að selja óhollan mat vitandi vits.

Deila:
Super Size Me - Stikla
Öllum leyfð Öllum leyfð

Hvar má horfa

Streymi
Prime Video

Söguþráður

Margir hafa lögsótt MacDonalds skyndibitakeðjuna fyrir að selja óhollan mat vitandi vits. Í ýmsum málsskjölum kemur fram að kærendur gætu haft eitthvað til síns máls ef þeir gætu sannað að það að borða matinn daglega í hvert mál, væri hættulegt heilsunni. Með þetta að leiðarljósi fór heimildagerðarmaðurinn Morgan Spurlock af stað með óvisindalega tilraun sem hann gerir á sjálfum sér, og borðar aðeins MacDonalds mat í þrjátíu daga samfleytt, þrisvar á dag. Ef að afgreiðslumaðurinn spyr hvort að hann eigi að stækka máltíðina ( supersize) þá ákvað Spurlock að hann yrði alltaf að segja já. Eftir dagana 30 ætlaði hann líka að vera búinn að fá sér hvern einasta rétt á matseðlinum að minnsta kosti tvisvar sinnum. Áður en hann byrjar tilraunina þá lætur hann þrjá lækna rannsaka sig, heimilislækni, hjartalækni og meltingarsérfræðing, en allir segja þeir að Spurlock sé við hestaheilsu. Þeir ætla einnig að fylgjast með honum þessa 30 daga meðan tilraunin varir, til að passa að hann sé ekki að leggja sig í óþarfa hættu.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda (5)

McFrábær

★★★★☆

Super Size Me er alls engin árás á McDonalds þannig séð, heldur er myndin bara að reyna að leyfa áhorfandanum að gera sér grein fyrir hvað það er sem tilheyrir matnum sem hann lætur í ...

Svo mikið hefur verið fjallað um þessa mynd í fjölmiðlum að ég sé ekki ástæðu til þess að lýsa hugmyndinni sem liggur að baki henni hér. Þetta er mjög áhugaverð og þörf heimild...

Morgan Spurlock í sínu mánaðarflippi í McDonalds að borða þar morgunmat, hádegismat og kvöldmat stanslaust í 30 daga til að sanna að það sé óhollt að borða McDonalds. Því lengur ...

Ég fór að sjá myndina SUPER SIZE ME eftir Morgan Spurlock. Búið var að fjalla mikið um myndina í fjölmiðlum og því var ég nokkuð spenntur. Ég var í heildina mjög ánægður með mynd...

Þetta er alveg mögnuð mynd. það er gaman að skoða www.dec.hi.is þar sem fjallað er um myndina ásamt fullt af fleiri myndum á öðruvísi hátt.

Framleiðendur

The Con
Studio On Hudson
Showtime Independent Films
Fortissimo FilmsNL
Roadside AttractionsUS
Samuel Goldwyn FilmsUS