Náðu í appið
The Greatest Movie Ever Sold

The Greatest Movie Ever Sold (2011)

Pom Wonderful Presents: The Greatest Movie Ever Sold

"He's not selling out, he's buying in. "

1 klst 30 mín2011

Hefur þú einhvern tíma tekið eftir því að uppáhalds gosið þitt sést reglulega í bakgrunninum í nýjustu rómantísku gamanmynd sumarsins? Hefur þú einhvern tíma pælt...

Rotten Tomatoes72%
Metacritic66
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Hvar má horfa

Leiga
Stöð 2

Söguþráður

Hefur þú einhvern tíma tekið eftir því að uppáhalds gosið þitt sést reglulega í bakgrunninum í nýjustu rómantísku gamanmynd sumarsins? Hefur þú einhvern tíma pælt í því af hverju Carrie Bradshaw úr Sex and the City notar ákveðna tegund af sápu? Í nýjustu mynd Morgan Spurlock, sem gerði garðinn frægan með Super Size Me, færir hann kastljósið af skyndi-bitamenningu Bandaríkjamanna yfir á það hvernig vörumerkjum er komið fyrir í bíómyndum, þáttum og öðrum stöðum þar sem þau kunna að vekja eftirtekt. Hann spyr sig einfaldrar spurningar: Ef hann væri studdur fjárhagslega af réttu vörumerkjunum, gæti hann gert heimildarmynd sem væri jafn vinsæl og stærstu myndirnar í bíó? Við fylgjumst með Spurlock allt frá fyrstu fundum með framleiðendum og leiðir hann okkur baksviðs í heim markaðshyggju og sölumennsku sem hinn venjulegi neytandi átti aldrei að sjá. Hann setur spurningamerki við fáránlegt magn vöru- merkjastaðsetninga í daglegu lífi okkar allra en notar ávallt sinn einstaka húmor til að fræða okkur og skemmta.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Snoot EntertainmentUS

Gagnrýni notenda (1)

Langur brandari sem heldur samt athygli

★★★★☆

Þeir sem sáu fyrstu Iron Man-myndina hafa örugglega ekki gleymt senunni þar sem Tony Stark snýr aftur frá Afghanistan í sársauka og segir að það fyrsta sem hann vill er "amerískur ostborga...