Langur brandari sem heldur samt athygli
Þeir sem sáu fyrstu Iron Man-myndina hafa örugglega ekki gleymt senunni þar sem Tony Stark snýr aftur frá Afghanistan í sársauka og segir að það fyrsta sem hann vill er "amerískur ostborga...
"He's not selling out, he's buying in. "
Hefur þú einhvern tíma tekið eftir því að uppáhalds gosið þitt sést reglulega í bakgrunninum í nýjustu rómantísku gamanmynd sumarsins? Hefur þú einhvern tíma pælt...
Öllum leyfðHefur þú einhvern tíma tekið eftir því að uppáhalds gosið þitt sést reglulega í bakgrunninum í nýjustu rómantísku gamanmynd sumarsins? Hefur þú einhvern tíma pælt í því af hverju Carrie Bradshaw úr Sex and the City notar ákveðna tegund af sápu? Í nýjustu mynd Morgan Spurlock, sem gerði garðinn frægan með Super Size Me, færir hann kastljósið af skyndi-bitamenningu Bandaríkjamanna yfir á það hvernig vörumerkjum er komið fyrir í bíómyndum, þáttum og öðrum stöðum þar sem þau kunna að vekja eftirtekt. Hann spyr sig einfaldrar spurningar: Ef hann væri studdur fjárhagslega af réttu vörumerkjunum, gæti hann gert heimildarmynd sem væri jafn vinsæl og stærstu myndirnar í bíó? Við fylgjumst með Spurlock allt frá fyrstu fundum með framleiðendum og leiðir hann okkur baksviðs í heim markaðshyggju og sölumennsku sem hinn venjulegi neytandi átti aldrei að sjá. Hann setur spurningamerki við fáránlegt magn vöru- merkjastaðsetninga í daglegu lífi okkar allra en notar ávallt sinn einstaka húmor til að fræða okkur og skemmta.



Þeir sem sáu fyrstu Iron Man-myndina hafa örugglega ekki gleymt senunni þar sem Tony Stark snýr aftur frá Afghanistan í sársauka og segir að það fyrsta sem hann vill er "amerískur ostborga...