Náðu í appið
Öllum leyfð

Good Bye, Lenin! 2003

(Goodbye Lenin)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 28. júlí 2004

The German Democratic Republic lives on -- in 79 square meters!

121 MÍNÞýska
Rotten tomatoes einkunn 91% Critics
The Movies database einkunn 68
/100

Tvö áföll setja mark sitt á líf Austur-Berlínar búans Christine Kerner. Hið fyrra, árið 1978, er þegar eiginmaður hennar flýr yfir til Vestur Þýskalands ásamt annarri konu, og skilur hana eftir eina með tvo unglinga, þau Ariane og Alex. Christine er sanntrúaður sósíalisti og helgar líf sitt flokknum, sem tákni fyrir reiði sína í garð eiginmannsins. Seinna... Lesa meira

Tvö áföll setja mark sitt á líf Austur-Berlínar búans Christine Kerner. Hið fyrra, árið 1978, er þegar eiginmaður hennar flýr yfir til Vestur Þýskalands ásamt annarri konu, og skilur hana eftir eina með tvo unglinga, þau Ariane og Alex. Christine er sanntrúaður sósíalisti og helgar líf sitt flokknum, sem tákni fyrir reiði sína í garð eiginmannsins. Seinna áfallið er þegar hún sér Alex árið 1989, sem er nú vaxinn úr grasi, marserandi í kröfugöngu gegn Berlínarmúrnum, og vera síðan handtekinn af lögreglunni. Hún fær hjartaáfall í kjölfarið og leggst í dauðadá. Á meðan Christina er í dauðadáinu, þá breytist Þýskaland gríðarlega og Berlínarmúrinn fellur, og Austur - og Vestur Þýskaland sameinast. Líf Kerner fjölskyldunnar breytist einnig þegar allt sem fylgir hinum kapitalíska umhverfi hellist yfir þau. Þegar Christine vaknar úr dáinu átta mánuðum síðar, þá er heilsufar hennar enn brothætt. Allt sem gæti mögulega komið henni í uppnám gæti mögulega valdið hjartaáfalli á ný, og hún hugsanlega dáið. Til að vernda móður sína þá ákveður Alex ekki að segja móður sinni frá breytingunum sem orðið hafa. Hann telur betra að passa upp á hana heima við, þar sem hann getur stjórnað því hvað hún sér og upplifir. Þó að fæstir séu hrifnir af hugmyndinni - þar á meðal Ariane og Lara ( kærasta Alex sem er einnig hjúkrunarkona Christine ) - þá gana þau alla leið í blekkingunni, og endurskapa Austur - Þýskaland á heimilinu. En hve lengi geta þau haldið þetta út?... minna

Aðalleikarar


Ég var mjög ánægð með myndina, þó svo að hún hafi í raun ekki alveg staðið undir þeirri lýsingu sem auglýst var í blöðum, þar sem hún var úthrópuð þýsk gamanmynd. Myndin er nefnilega svo miklu meira en það, frekar alvarleg, mynd sem fær þig til að hugsa og hrífast með. Góð tilbreyting frá öllum amerísku formúlumyndunum!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég er sáttur með Good Bye, Lenin. En ég varð samt fyrir smá vonbrigðum. Aðalgallinn er að myndin, eins og of margar myndir nú á dögum þá byggist hún öll á einræðum, ein persóna segir söguna sem mér fannst ágætt en það var ekki nýtt til fulls og mér fannst það einum of mikið að stæla frægar myndir. Svo einn annar stór galli er húmorinn, hann er fínn á pörtum en fyndin er alls ekki nógu fyndin, hún tekur sig of alvarlega. Allt annað er mjög gott. Good Bye, Lenin er týpísk mynd fyrir óskar eða bafta þar sem hún var tilnefnd fyrir golden globe og bafta en vann ekki. Mér finnst Good Bye Lenin fín mynd en mjög ofmetin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór á myndina með miklum væntingum. Hafði heyrt að hún byggðist á svipaðri hugmynd og Neðanjarðar eftir Kusturica. (sem er mín uppáhaldsmynd).

Einnig var ég forvitinn yfir að sjá þýskan húmor.



Vissulega er myndin mjög góð og sum atriði algjör snilld. Þar dettur mér fyrst í hug atriðið þegar mamman sleppur út af heimilinu og sér svífandi Leninstyttu fara hjá. Ótrúlega strekt atriði.



Til þess að njóta myndarinnar þarf maður að vera nokkuð fróður um sögu Þýskalands eftir stríð og umbreytingarnar þar í kringum 1990. T.d. þurfti ég að skýra út bakgrunn sögunnar fyrir frúnni bæði fyrir og eftir mynd, þar sem hún var ekki eins fróð um söguna.



Einnig var forvitnilegt að fylgjast með óáhorfendahópnum. Allavega var mun meira að sjá af hugsandi fólki á þessari mynd heldur en á hinum venjulegu Hollywood formúlumyndum, sem soga að sér einfeldninga og sálir sem aðeins vilja láta mata sig án þess að þurfa að melta.



Þessi mynd er ein af þessum must see myndum, þó svo að fyndin næði ekki því flugi sem ég hafði vænst. Kannski mætti ég með of miklar væntingar eftir þá umfjöllun sem ég hafði séð og heyrt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn