Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ég sá þessa mynd í sjónvarpinu fyrir ekki svo löngu síðan og kom hún mér skemmtilega á óvart. Hér segir frá Abbie Hoffman sem lifir lífinu á yngri árum er hippi. Hann og hans félagar eru allir kommúnistar og eru virkir mótmælendur yfir því sem þeir eru ekki sáttir með. Hann kynnist konu sem slæst í för með þeim og fara þau öll í að mótmæla Vietnam stríðinu þar sem stríðið gerist á þessum tíma. Þau taka þátt í mótmælum víða um Bandaríkin og verður Abbie Hoffman einn sá virtasti mótmælandinn og sér hann um að stappa stálin í mörg þúsund mótmælendur. Aðal kaflar myndarinnar eru mótmælin um stríðið og líf Abbie Hoffmans eftir þau. Ég ætla ekki að segja meira frá myndinni en ég er hræddur um að kjafta af mér ef einhver skildi vilja sjá hana. Í myndinni kemur ýmislegt fram sem vert er til umhugsunar um stríðið sjálft og ýmislegt í kringum það. Fjörið, hippatónlistin og húmorinn vantar ekki og verður myndin aldrei leiðinleg. Einnig var góð persónusköpun og verður myndin aldrei of væmin. Þess má geta að myndin var skrifuð af Abbie Hoffman sjálfum og hefur hann áður gefið út bók um þennan atburð sem heitir nafninu Steal this book.