Náðu í appið
The Machinist

The Machinist (2004)

El Maquinista

"How do you wake up from a nightmare, if you're not asleep?"

1 klst 41 mín2004

Trevor Reznik er vélamaður í verksmiðju.

Rotten Tomatoes77%
Metacritic61
Deila:
The Machinist - Stikla
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Trevor Reznik er vélamaður í verksmiðju. Hann þjáist af einstaklega slæmu svefnleysi sem hefur leitt til þess að hann hefur ekki sofið í heilt ár, og líkami hans horast niður í nánast ekki neitt. Hann hefur þráhyggju sem snýst um að skrifa sjálfum sér minnismiða og fylgjast náið með þyngdartapi sínu, og párar þetta á gula miða í íbúð sinni. Eina manneskjan sem hann hleypir nálægt sér er Stevie, vændiskona, þó hann sé skotinn í Maria, einstæðri móður og gengilbeinu sem vinnur í matsölu á flugvelli. Samstarfsmenn Reznik vantreysta honum og vilja lítið hafa með hann að gera, enda vita þeir ekki hvað amar að honum. Atvik á vinnustaðnum verður til þess að hann verður enn fjarlægari samstarfsfélögunum og þegar hann leggur saman það og hluti sem hann hefur párað á miða í íbúðinni þá fer Trevor að halda að einhver eða einhverjir, líklega samstarfsmenn, vilji gera honum mein.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda (3)

Vá, ég hef ekki lengi verið jafn gagntekinn af mynd eins og The Machinist. Hún er meistaraverk. Mjög óvenjuleg mynd, en samt alveg stórkostleg til áhorfs. Christian Bale sýnir nýja hlið á ...

Ég er nokkuð veginn viss um að þessi mynd kom ekki í bíó, og ef svo var þá var ég ekki var við það. Ég tók þessa mynd þó svo að ég hafði ekki minnstu hugmynd um hvað hún var um...

Mjög áhugaverð mynd en á köflum full langdregin, svo spennan á það til að falla frekar en að byggjast upp. Að sjálfsögðu frábær frammistaða hjá Christian Bale (Trevor) og ótrúlegt ...

Framleiðendur

Castelao ProductionsES
FilmaxES