Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Vá, ég hef ekki lengi verið jafn gagntekinn af mynd eins og The Machinist. Hún er meistaraverk. Mjög óvenjuleg mynd, en samt alveg stórkostleg til áhorfs. Christian Bale sýnir nýja hlið á sér og er frábær sem Trevor Reznik. Hika ekki við að segja að hann hafi verið jafn góður ef ekki betri en hann var í American Psycho. Bale er ekki honum sjálfum sér líkur hér, og er mjög óþægilegt að horfa á hann í myndinni. Handrit Scott Kosar er meistaralega skrifað og flott hvernig hann lætur söguna ganga upp með rosalega flottu plotti. Ein besta mynd sem ég hef séð. Enda með Quote: Machinist er ekki bíómynd, heldur upplifun sem ætti engan að svíkja.
Ég er nokkuð veginn viss um að þessi mynd kom ekki í bíó, og ef svo var þá var ég ekki var við það. Ég tók þessa mynd þó svo að ég hafði ekki minnstu hugmynd um hvað hún var um, ég sá bara að christian bale lék í henni, og er ég mikill aðdáandi hans eftir að ég sá American psycho sem mér fannst alveg ótrúlega góð.
Christian bale þurfti að létta sig mjög mikið fyrir þessa mynd, og hann gerði það svo sannarlega, því hann er alveg ógeðslega grannur í þessari mynd. Ég hélt að þetta hafði verið gert í tölvu því hann er eins og tannstöngull, en svo er ekki, því að framleiðendurnir ásamt leikstjóranum þurftu víst að stoppa hann af, því hann vildi víst létta sig en meira.
En þessi mynd er svona flókin, og dularfull mynd, stútfullt af ráðgátum sem maður skilur ekki alveg, og myndin er svona byggt á endanum, og ég var ávalt mjög stressaður yfir því að þeir myndu klúðra endanum, því ef þú klúðrar honum þá klúðraðu bara myndina alla.
En persónulega fannst mér þeim takast mjög vel með þessa mjög svo frumlegu mynd.
Það er mjög auðvelt að þessi mynd fari framhjá manni, því hún bara kom á leiguna, og var ekki auglýst eða neitt, svo ég mæli eindregið með því að þið takið þessa því að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum, vonandi allavega.
Mjög áhugaverð mynd en á köflum full langdregin, svo spennan á það til að falla frekar en að byggjast upp. Að sjálfsögðu frábær frammistaða hjá Christian Bale (Trevor) og ótrúlegt að hann skuli yfirleitt geta gengið miðað við útlitið á honum þarna. Jennifer Jason Leigh (Stevie), Michael Ironside (Miller) og aðrir eru að standa sig mjög vel. Sérstaklega fór John Sharian (Ivan) vel með hlutverk dularfulla og skelfilega mannsins í myndinni sem maður vissi ekkert hver var, fyrr en í lokin. Það gerist einhvern veginn allt síðustu mínúturnar og þá allt í einu verður maður spenntur (og ruglaður) og fær auk þess almennileg svör sem maður var eiginlega búinn að missa trúna á að fá. Þrátt fyrir að hinar ólíkustu hugmyndir hafi kviknað hjá manni þá voru svörin ólík þeim sem maður hafði búist við. Það gefur myndinni því stóran plús, auk þess sem hún gefur manni raunsæja mynd af alvarlegu svefnleysi. Sem góð ráðgátumynd fær The Machinist þrjár stjörnur en tvö atriði eiga mestan þátt í að hækka hana í þrjár og hálfa; hin raunverulega lausn ráðgátunnar og einstök innlifun Christians Bale í hlutverkið.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
R
VHS:
19. maí 2005