Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þetta er einfaldlega besta mynd sinnar tegundar sem ég hef séð. Þessi formúla um töffarann sem þarf að taka að sér nýtt hlutverk er svo sem ekki ný af nálinni en hér er farið vel með. Reyndar finnst mér myndin missa aðeins flugið undir lokin en það er bara svona dæmigert Disney rugl.
Vin Diesel er að mínum dómi vaxandi leikari sem á góða spretti í þessari mynd.
Þetta er ein af þessum myndum sem þú bara ferð hreinlega með fjölskyldunni á ekki spurning ef þú ert foreldri og villt ekki ad barnir þitt sé leiðinlegt farðu bara með þau á þessa mynd.nei nei eg segji svona þetta er algjör snilld en margir segja að vin diesel eigi ekki ad leika i grín eða fjölskyldumyndum ég er ekki ennþá viss ég hef samt ekki fundið neinn svona betri í hlutverkið.
The king has spoken.
Allt í lagi sunnudagsmynd fyrir fjölskylduna en ekki mikið meira en það. Þessi mynd minnir óneitanlega á Mr. Nanny eða álíka kvikmyndir þar sem action hetjur Bandaríkjana setja á sig svuntu og reyna að virðast vera fjölskylduvænni. Vottar líka fyrir áhrifum frá 3 Ninjas þar sem litlir krakkar lumbra á vitlausum vondum köllum. Söguþráðurinn er mjög fyrirsjáanlegur, leikurinn í meðallagi en í heildina alveg þolanleg mynd.
Ef þetta er ekki ein af þeim bestu fjölskyldumyndum skaltu nú bara sjóta mig niður! Þessi mynd inniheldur mjög mikið að ævintýrum og rosalega mörgum twistum, þessi mynd er frábærlega skemmtileg og er í raunini hasar, fjölskyldu og grínmynd á sama tíma, ef þú ert med nokkur þúsund á þér í kvöld skalt þú nú bara skella þér á myndina, þetta er ein af þeim myndum þar sem 800 kallin er virkilega því virði að kaupa miðann, ólíkt mörgum öðrum myndum.
Pacifier er rosaleg mynd maður. Vin Diesel þarna rosalegur í hlutverki Hermannsins(eða frekari segja Barnapíuna)
Ég mæli með því aðrir fari á þessa mynd. Ég er sammála gagnrýnandunum sem skrifuðu hér á undan því að þessi mynd mun slá í gegn að yngri kynslóðinni
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Aldur USA:
PG
Frumsýnd á Íslandi:
1. apríl 2005