Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Kiss Kiss Bang Bang 2005

(Kiss Kiss Bang Bang)

Frumsýnd: 28. október 2005

SeX. MurdEr. MyStery. Welcome to the party.

103 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 86% Critics
The Movies database einkunn 72
/100

Smáþjófurinn Harry Lockhart, sem er á flótta í Los Angeles undan lögreglunni eftir misheppnað rán, er af slysni fenginn í leikprufu fyrir hlutverk rannsóknarlögreglumanns í kvikmynd, og er einnig boðið í partý. Hann hittir einkaspæjarann Gay Perry, sem stingur upp á að hann taki þátt í rannsókn á máli til að undirbúa sig undir hlutverkið. Hann hittir... Lesa meira

Smáþjófurinn Harry Lockhart, sem er á flótta í Los Angeles undan lögreglunni eftir misheppnað rán, er af slysni fenginn í leikprufu fyrir hlutverk rannsóknarlögreglumanns í kvikmynd, og er einnig boðið í partý. Hann hittir einkaspæjarann Gay Perry, sem stingur upp á að hann taki þátt í rannsókn á máli til að undirbúa sig undir hlutverkið. Hann hittir einnig stórglæsilega leikkonu, Harmony Faith Lane, og kemst að því að hún var kærasta hans í æsku. Harry og Petty flækjast inn í morðmál, og Harry fer að verða skotinn í Harmony.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Nokkuð skemmtileg mynd. Robert Downey Jr á þokkalegt comeback sem þjófur sem dregst inn í undirheima Hollywood eftir að hafa á mjög fyndinn hátt tekið þátt í áheyrindaprufu fyrir algjöran misskilning(þau ykkar sem hafa séð myndina vita hvað ég á við þegar ég segi: 'Talandi um lán í óláni'.....hehe). Harry heitir okkar maður og kynnist hommanum Perry(Val Kilmer) og eftir það fer allt í steik og atburðarrásin verður eiginlega miklu frekar flókin og margbrotin heldur en beinlínis áhugaverð. Myndin á sér marga spretti en líka nokkra dauða punkta. Hún er greinilega skrifuð sem svört gamanmynd sem tekur sér ekki alvarlega en persónulega fannst mér hún tilgerðarleg og reyna að vera svo miklu meira en hún er. Það er hægt að hlæja að henni en húmorinn er bara ekki eins svartur og hann hefði átt að vera. Það voru mikil mistök að láta karakter Val Kilmer's vera hommi því að það gerir ekkert fyrir myndina(fyrir utan nokkra brandara) auk þess sem hann er bara ekkert hommalegur en annars þá hef ég alltaf mjög gaman af þessum leikara. Það er eitthvað við þessa mynd sem minnir mig eitthvað svo á The Big Lebowski....einhver sammála? Reyndar skemmti ég mér þó nokkuð yfir Kiss kiss, bang bang(hverskonar titill er þetta?!) og fyrir skemmtanagildið ætti hún að fá þrjár stjörnur en ofangreindir gallar láta tvær og hálfa vera hámarkið. Semsagt, fín mynd til að sjá einu sinni og eiga góða stund en hún bara vill vera meira en hún er.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ógrípandi titill, frábær afþreying!
Þrátt fyrir voða bragðlausan titil er Kiss Kiss, Bang Bang svo sannarlega óvæntur glaðningur, og án nokkurs vafa einhver alskemmtilegasta, fyndnasta og frumlegasta 'buddy-mynd' sem Hollywood hefur mjólkað út síðustu ár.

Á tíma þar sem að klisjurnar gætu ekki verið þreyttari þá tekur leikstjórinn/handritshöfundurinn Shane Black (sem skrifaði m.a. vanmetnu klassíkina The Last Boy Scout) til sinna ráða og mótar alveg hreint óborganlega satíru sem tekur bæði skot á ráðgátuformúlurnar og standard bíómyndaklisjur. Handritið er eins og einn stór einkabrandari, en það svínvirkar með óvenju vel heppnuðum offbeat húmor og eitursnjöllum undirtónum.

Samtölin eru oftast hnyttin og samskipti leikaranna eftirminnileg. Robert Downey Jr. er hátt í frábær í hlutverki sínu hér. Það er ótakmarkað hversu misheppnaður einn maður getur verið og þær aðstæður sem hann lendir í fá mann til að verkja duglega af hlátri. Val Kilmer er einnig afbragðsgóður og sýnir á sér kómíska hlið sem hefur ekki notið sín svona vel síðan hann lék í Top Secret fyrir rúma 20 árum síðan.

Það er hins vegar ógurlega teygt að kalla þetta grínmynd. Myndin er bleksvört, hrá, ofbeldisfull og furðulega raunsæ á pörtum, en hvernig leikstjórinn vinnur úr þessum atvikum og fléttar þau inn í kvikmyndaveruleikann er einmitt kjarni þess sem gerir ræmuna svona fyndna. Maður býst við einu, en fær annað í staðinn. Úr því hversu absúrd þessi mynd er þá verður hún á pörtum pínu klaufsk, en aldrei á neinn slæman máta. Black heldur sér við strikið og leggur aðaláhersluna á það að áhorfandinn hafi gaman að vitleysunni.

Í mínu tilfelli, þá skemmti ég mér konunglega, og mæli pottþétt með myndinni fyrir alla sem kunna að meta hressilegan skammt af svörtum húmor.

8/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Shane Black sem leikstýrði myndinni skrifaði fyrstu Lethal Weapon myndina, meðal þess þá lék hann Hawkins í Predator, aulalega gaurinn með gleraugunum sem var drepinn mjög snemma. Kiss Kiss, Bang Bang er í fyrsta skipti sem hann gerir sína eigin mynd, hún er lík lethal Weapon í þeim skilningi að Robert Downey Jr. og Val Kilmer eru félagar í furðumálum, en Kiss Kiss, Bang Bang er mun svartari, en svo tekur myndins sér alls ekkert alvarlega. Robert Downey Jr. leikur smáþjóf sem kemur sér í furðulegar aðstæður þegar hann hleypur inná á áheyrnarprufur fyrir einhverja kvikmynd, þar sem hann var að flýja lögguna eftir að hann og vinur hans voru gómaðir og þar með vinur hans skotinn þá voru tilfinningar hans mjög raunverulegar og hann er ráðinn fyrir hlutverkið í myndinni. Val Kilmer er einkaspæjari sem er ráðinn til þess að þjálfa hann fyrir hlutverkið og þeir tveir voru nokkuð góðir sem ´par´ myndarinnar. Sagan er öll sögð gegnum tal Downey´s sem tekur það skýrt fram í byrjuninni að allt þetta er kvikmynd og að hann sé í raun að tala beint við áhorfandann, það skapaði vitundina að þessi mynd væri ekki alvarleg, og það var hún alls ekki eins og sagt hefur verið. Gert er afar mikið grín af kvikmyndum og leikurum, stundum sumum hlutum sem enginn veit af, nema ég og nokkrir aðrir, en stundum fannst mér skrípalætin geta gengið aðeins og langt og oft var reynt að flækja söguna án neinna ástæðna. Í lokin var mjög lítið til þess að segja frá, en gert var grín af öllum þessum flækjum líka, svo að gallar myndarinnar eru í raun grín, þetta verður að hugsa aðeins betur um. Kiss Kiss, Bang Bang er einhver sérstakasta mynd sem ég hef séð lengi og ein sú fyndnasta á árinu, frekar ætti að segja að myndin sé alvarleg svört komedía, því mikið var að reyna blanda hræðilega alvarleikanum við grínið bakvið það, kannski er það skilgreiningin á svartri komedíu? Mér fannst myndin einfaldlega mjög skemmtileg og fyndin, þannig er þessi mynd, hreinlega skemmtileg að mínu mati, ég verð að mæla með henni eindregið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn