Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Syriana 2005

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 3. mars 2006

Everything is connected

126 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 73% Critics
The Movies database einkunn 76
/100
George Clooney fékk bæði Óskarsverðlaun og Golden Globe verðlaun sem besti aukaleikarinn.

Það er gríðarlega mikið hægt að græða á olíu og þess vegna hefur spillingin skotið rótum frá Houston til Washington og alla leið til Miðausturlanda en þessi spilling flækir iðnjöfra, prinsa, njósnara, stjórnmálamenn, starfsmenn olíufyrirtækja og hryðjuverkamenn í banvænan og skuggalegan vef svika og klækja.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Syriana er ein þeirra pólitíska kvikmynda sem eru nýlega byrjaðar að birtast á hvíta tjaldinu, í þessu tilfelli þá er það olíustríðið sem er fjallað um. Allt frá stjórnendum olíufyrirtækjanna í BNA til ungra múslima í togstreitu við skoðanir sínar um stjórnmál. George Clooney er Bob Baer, maður sem er ráðinn í starfin sem enginn vill taka að sér, myndin er byggð á bókinni eftir hinn raunverulega Bob Baer sem hét See no Evil. Hann er ráðinn til þess að handtaka prinsinn Nasir (Alexander Siddig) í miðausturlöndunum sem er hugsanlegur arftaki krónunnar og hótar þar með olíuviðskiptasamböndum BNA þar sem hann hefur einstaklega frjálslegar skoðanir um land sitt. Matt Damon er Brian Woodman, viðskiptasérfræðingur í Sviss sem er ráðinn af prinsinum Nasir til þess að hjálpa sér við að endurskoða olíuauðlindirnar í landinu sínu og Jeffrey Wright leikur Bennett Holiday, annan viðskiptasérfræðing sem er ráðinn til þess að endurskoða auðugt bandarískt fyrirtæki í Washington. Eins og taglína myndarinnar segir Everything is Connected þá eru þessir þrír tengdir á sterkan hátt og sama með alla hina leikarana í myndinni, það sem skapaði vandamálið var að fyrstu 40 mínúturnar voru enmitt senur sem sýndu hverja einustu persónu fram og tilbaka án þess að ég gat skilið tengingu þeirra. Þegar það loksins kom að einhverjum mikilvægum útskýringapörtum þá var eins og það gleymdist að leggja einhverja áherslu á þau, líkt og myndin væri púsluspil og það gleymdust nokkrar holur. Ég bjóst við að Syriana væri mjög þung dialouge mynd, það fannst mér alls ekki, ég myndi frekar kalla hana þunga comprehension mynd. Vandinn var einfaldlega sá að þú hefur mynd stútfulla af persónum og senum sem er erfitt að koma öllu í samband, og það skorti oft einhverskonar afl í spennuna sem gerði sum mikilvægustu atriði myndarinnar frekar miðjumoðskennd. Í staðinn fyrir þennan vanda þá hefuru hörkugóða pólitíska mynd sem hefur mikið að segja fyrir nútímastjórnmál í heiminum, vel skrifað handrit, góðir leikarar og flottan stíl í líkingu við Traffic (fyrir utan þessa brengluðu liti í Traffic).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn