Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Da Vinci Code 2006

Frumsýnd: 19. maí 2006

Seek the truth, seek the codes.

149 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 25% Critics
The Movies database einkunn 46
/100

Morð er framið á Louvre safninu í París sem virðist tengjast ævafornu leynifélagi sem geymir ógnvekjandi sannleika um hinn heilaga bikar Krists. Þegar hinn virti bandaríski táknfræðingur Dr. Robert Langdon er fenginn til að koma á Louvre safnið í París af alríkislögreglu Frakklands, undir stjórn Bezu Fache, þá kemst hann að því að Fache er grunaður um... Lesa meira

Morð er framið á Louvre safninu í París sem virðist tengjast ævafornu leynifélagi sem geymir ógnvekjandi sannleika um hinn heilaga bikar Krists. Þegar hinn virti bandaríski táknfræðingur Dr. Robert Langdon er fenginn til að koma á Louvre safnið í París af alríkislögreglu Frakklands, undir stjórn Bezu Fache, þá kemst hann að því að Fache er grunaður um morðið á sagnfræðingi sem Langdon átti að hitta. Langdon fær aðstoð frá frönskum dulmálsfræðingi og fulltrúa ríkisins að nafni Sophie. Hann þarf að leysa úr flókinni keðju dulmálslykla og ráðgátna, á sama tíma og hann þarf að vera á varðbergi gagnvart mönnum Fache, í eltingarleik í gegnum Louvre, og inn í Parísarborg, og að lokum til Englands. Munu Langdon og Sophie ná að leysa ráðgátuna, sem nær allt til tíma Leonardo Da Vinci, og jafnvel enn lengra aftur? ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Enginn vonbrigði
Ég varð ekki fyrir vonbrigðum þegar ég sá þessa mynd. Hún er jafn góð og bókinn og líka jafn góð og næsta mynd, Angels and Demons.
Tom Hanks (Apollo 13, Forrest Gump) alveg rosalegur sem Robert Langdon, mér finnst þetta og The Green Mile, besta myndin með honum. HAnn lék mjög vel og ég trúði honum alveg sem táknfræðingi.
Audrey Tautou (Amélie, Coco Before Chanel) var líka góð þó hún lék mjög alvarlega persónu.
Sir Ian McKellen (The Lord of the Rings myndirnar, X-men myndinar) er nú bestur í myndinni sem hinn káti Sir Leigh Teabing. Öll bestu atriðin eru með honum.
Paul Bettany (Master and Commander: The Far Side of the World, Wimbledon) leikur hinn mjög creepy Silas sem er nú eiginlega svo skrýtinn karakter að ég veit ekki hvað á að segja. Jean Reno (The Pink Panther, Godzilla) og Alfred Molina (Spider-Man 2, Chocolat) voru líka fínir sem Bezu Fache og Bishop Aringarosa.
Ron Howard (A Beautiful Mind, Splash) leikstýrir myndinni mjög vel og tónlistin er líka furðulega góð eftir Hans Zimmer (The Dark Knight, Pirates of the Caribbean).

Quote:
Sir Leigh Teabing: If it's that important to stop us, you'll have to shoot us. You can start with him.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Frábær bók, góð mynd.
Da vinci code myndin er byggð á frábærri samnefndri bók eftir Dan Brown sem sló öll met og varð númer 1 hjá New York times sem best seller.

Myndin fjallar um háskólaprófessorinn í táknum, hann Robert Langdon. Hann er á ráðstefnu í París þegar hann er skyndilega kallaður á Louvre safnið til að rannsaka dularfullt morð og táknin sem fórnarlambið hafði skilið eftir sig. Þegar þangað er komið bíður hans franska rannsóknarlögreglan og lík Jacques Sauniére. Hann hafði verið skotin og lagt sig svo út eins og ein frægasta teikning Leonardo Da Vincis og skilið eftir sig skilaboðin
O, Draconian devil! Oh, lame saint! Ásamt talnaröð. Á svæðinu er Sophie Neveu einnig mætt hún er táknfræðingur og vinnur hjá lögreglunni.
Allt í einu segir hún honum að hlusta á skilaboðin í símanum sínum. Þar biður hún hann um að hitta sig inn á baðherbergi því þar þurfi hún að tala við hann því hann sé í hættu. Hann hlýðir því og þar segir hún honum að fórnarlambið hafi verið afi sinn sem hefði unnið á Louvre safninu. Hann hafi líka skilið eftir sig skilaboðin P.S. finndu Robert Langdon en lögreglan haldi að Robert hafi drepið hann en í raun og veru þýða skilaboðin Princess Sophie finndu hann eða Sophie Neveu. Það sé verið að fylgjast með staðsetningu Roberts og að hann verði að flýja. Hann er lengi að láta þetta síga inn í hausinn á sér en á endanum segir hann já við að hann vilji leysa þessa gátu með henni og flýja undan lögreglunni. Sophie og afi hennar höfðu fyrir mörgum árum misst sambandið, hann hafi alið hana upp eftir að foreldrar hennar dóu í bílslysi. Hann hafði þjálfað hana í að leysa alls konar skilaboð og gátur þegar hún var lítil og með hjálp Roberts gengur þeim ágætlega að reyna að leysa úr ráðgátunni.
Hún leiðir þau á milli margra staða, í eltingaleiki og í alls konar aðstæður sem þau hefðu ekki getað ímyndað sér að þau myndu lenda í. Endirinn kemur skemmtilega á óvart og er maður í smá stund að jafna sig á hvað myndin hefur að segja.

Myndin er vel gerð, en eins og margir eru sammála um hefði getað orðið betri, vegna þess að bókin er frábær. Hér er samt um að ræða góðan spennutrylli sem að tvinnir saman á skemmtilegan hátt staðreyndir og skáldskap.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ekkert Spes
Da Vinci Code er því miður ekkert til að hrópa húrra fyrir, eins og efnisviðurinn er góður finnst mér ekki nógu vel unnið úr honum. Leikararnir stóðu sig svo sem ekki illa en samt voðalega dauft yfir myndinni. Ekki mynd til þess að horfa á tvisvar svo mæli ekkert voðalega með henni. 5 stjörnur ættu að nægja.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Bók Dan Browns The Da Vinci Code er einhver mest selda bók allra tíma með Harry Potter og einnig mjög umdeild því að þar er sagt að Jesus hafi verið giftur og átt barn/börn með Mariu Magdalenu og út af því hefur bókin jafn og myndin verið bönnuð í mörgum löndum.

Það hefur verið beðið eftir kvikmyndinni í meira en ár með mikilli eftirvæntingu eftir að Ron Howard(A Beautiful Mind og Cinderella man) tók að sér leikstjórnina og réð Tom Hanks(sem mér finnst ofmetinn og hálf pirrandi en hann er samt ekki alveg hæfileika laus) og aðra fleiri þekkta leikara eins og Audrey Tautou,Ian McKellen,Jean Reno og Alfred Molina ásamt Paul Bettany.

Akvia Goldsmith skrifar handritið en hann skrifaði líka Cinderella Man og A Beautiful Mind(sem hann fékk Óskar fyrir) ásamt Batman & Robin sem er af flestum talin ein versta kvikmynd allra tíma og það útaf rusl handritinu.

Eins og ég sagði þá fékk myndin góða athygli og líka rosalega vonda eins og hún var bönnuð því að hún á víst að vera guðlast og hún hefur fengið líka fengið vonda dóma, það var t.d. búað og hlegið á frumsýningunni á Cannes.

En þar sem ég er ekki kristinn þá pirraði þetta guðlast(sem er ekki eins f-in alvarlegt og margir vilja meina) mig ekki, ég fór bara í bíó með fjölskyldunni en hlakkaði ekkert rosalega til en langaði samt í bíó. Ég vil taka fram að ég hef ekki lesið bókina.

Fyrri hlutinn(eða allur hlutinn í Frakklandi) er mjög spennandi. Sá seinni varð mjög langdreginn og mjög lengi að enda.

Leikurinn var ekkert spes,Audrey Tautou er alltaf að fá mjög lélega gagnrýni fyrir leik sinn en mér fannst hún ekkert verri en hinir nema þó Ian McKellen sem var lang besti leikkarinn myndinni og bjargaði henni eiginlega.

Ég segi það sama og nokkrir segja um Paul Bettany(hr.Jennifer Connelly,LUCKY BASTARD!!!):hann var góður þangað til að hann byrjaði að tala. Hreimurinn var hræðilegur,tilgerðar legur og minnti svolítið á lélega Arnold Schwarzenegger eftirhermu.

Handrit og leiktjórn var alveg ágætt en ekkert meira og Da Vinci Code tekst ekki að verða neitt meira en ágæt mynd. Langt í frá að vera meistaraverk,snilld né góð mynd(ekkert vond) bara fín spennu-ævintýra mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

1.Þegar maður les bókina þá getur maður ekki hætt að lesa hana,það er ekki hægt að leggja hana frá sér en myndin maður getur ekki beðið eftir að hún sé búin.

2.Bókin heldur manni spenntum frá fyrstu blaðsíðu en myndin nær engan veginn mynda einhverja spennu.

3.Í bókinni eru gerð góð skil fyrir persónunum en það var frekar dauft í myndinni.

Tom Hanks nær engan veginn að gera persónu sýna trúverðuga,Jean Reno er á agætur sem löggan,Audrey Tautou sýnir miðlungs leik,Alfred Molina sömuleiðis einu leikarnir sem geta eitthvað er Paul Bettany sem sýnir hversu þjáður hann er ekki illskan uppmáluð og Sir Ian McKellan er alltaf traustur sama hvað hann tekur sér undir hendur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn