Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Final Fantasy VII: Advent Children 2005

(Final Fantasy 7)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Is this the pain you felt before, Cloud?

101 MÍNJapanska

Tveimur árum eftir atburði Final Fantasy VII þá breiðist veiki um plánetuna sem kallast Seikon-Shoukougun eða Geostigma. Þessi sjúkdómur er talinn hafa orðið til við bardaga við óþekkt efni sem réðst inn í líkamann tveimur árum fyrr, við lok Final Fantasy VII. Sakbitinn og með fortíðina í eftirdragi, þá hefur hermaðurinn fyrrverandi Cloud Strife ákveðið... Lesa meira

Tveimur árum eftir atburði Final Fantasy VII þá breiðist veiki um plánetuna sem kallast Seikon-Shoukougun eða Geostigma. Þessi sjúkdómur er talinn hafa orðið til við bardaga við óþekkt efni sem réðst inn í líkamann tveimur árum fyrr, við lok Final Fantasy VII. Sakbitinn og með fortíðina í eftirdragi, þá hefur hermaðurinn fyrrverandi Cloud Strife ákveðið að lifa einangruðu lífi í Tifa Lockheart's bar í Seventh Heaven. Tifa's bar er munaðarleysingjahæli fyrir börn með Geostigma. Hér fylgist Tifa með sex ára gamalli dóttur Barret, Marlene, á meðan Barret leitar að nýrri orkuuppsprettu fyrir plánetuna. Dag einn fær Cloud símtal frá fyrrum forstjóra Shinra, Inc., Rufus, sem biður hann um að vernda dularfullan mann að nafni Kadaj. Kadaj og bræður hans Loz og Yazoo leita að móður sinni og telja að Cloud viti hvar hana er að finna. Á sama tíma hefur Vincent Valentine verið á ferð um plánetuna í leit að upplýsingum um áætlanir Kadaj, og Cloud og vinir hans verða að sameinast gegn þessum nýju óvinum. ... minna

Aðalleikarar


Þessi mynd totally blew me away. Hún er virkilega flott gerð, sagan er góð og heldur hún manni við efnið út alla myndina. Action senurnar í myndinni eru magnaðar og hraðinn í myndinni er rosalegur. Ég gat ekki slitið augun af myndinni um leið og hún byrjaði. Svo er anime stíll myndarinnar magnaður. FF: AC fær stór meðmæli hjá mér, og mæli ég með að allir sem eru fans af fantasy myndum, að sjá þessa snilldarmynd. 4 stjörnur. P.s: Er ekki sammála því að maður þurfi að vera búinn að spila leikina til að njóta þessarar myndar til fullnustu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég byðst innilega afsökunar á endalausu stafsetninga villunum og lélegu lýsinguni á þessari mynd og öllu sem henni tengist, ég var að flýta mér.

Til að byrja með: Þessi mynd er framhald af tölvuleiknum Final Fantasy VII.

Fólk sem hefur ekki spilað leikinn eða veit ekkert um hann: Ekki horfa á þessa mynd, þið munuð ekkert skilja í henni og dæma hana ranglega. Hún var gerð fyrir FF-Fans og FF-Fans only.

Myndin byrjar að vísu á því að saga FF VII er rakinn í mjög grófum og óskýrum dráttum til að koma ykkur inn í söguna en þar sem upprunalegi leikurinn var þrír diskar á lengd og innihélt eina mögnuðustu og stærstu sögu nokkurn tímann.

Til að reyna að fá ykkur til að skilja myndina og gefa ykkur tækifæri á að njóta hennar ætla ég að reyna að útskýra söguþráð leiksins. Ef þið viljið frekar spila leikinn sjálfan (gæti tekið 60+ klukkutíma) til að skilja myndina ráðlegg ég ykkur að lesa þetta ekki því þetta mun eyðileggja allan leikinn fyrir ykkur sem er by the way án efa LANG besti tölvuleikur sem nokkurntímann hefur verið gerður. ATH. Sumt af þessu gæti verið vitlaust hjá mér því að ég man ekki nákvæmlega allt sem gerðist í leiknum.

---SPOILER Byrjar---

ATH: Einning. Hér verður farið yfir þetta mjög hratt svo að ef þið náið ekki öllu er bara málið að lesa þetta annað hvort aftur eða tvisvar.

Þúsund árum áður en leikurinn hefst kemur geimvera til jarðarinnar (eða ‘Planet’ eins og hún er kölluð) og drepur flest alla lifandi, þessi geimvera hét Jenova. Einhvernvegin tókst þó að drepa Jenovu en hún skildi eftir sig mikla tortímingu.

Lifestream eða Mako Energy er grænn vökvi sem flæðir inni í plánetunni og læknar ýmis sár hennar t.d. göt eftir loftsteina. Án þess vökva væri plánetan dauðadæmd. Hinsvegar var maður að nafni shinra sem uppgötvaði möguleika orkunar og bjó til ‘Mako Rectors’ sem eru risastórar vélar sem bora sig inn í plánetuna og taka Mako orkuna og nota til þess að framleiða rafmagn og aðra gagnlega hluti en drepa plánetuna hægt og hægt í staðinn.

Nokkrum árum síðar þegar Shinra hefur sölsað undir sig völdin í stærstu borg plánetunnar, Midgar byrjaði brjálaður vísindamaður að nafni Prof. Hojo á tilrauninni ‘Jenova Prodject’ og var tilgangurinn að skapa mannveru með ofurmannlega krafta.

Fyrstu tilraunir hans mistókust og stökkbreyttust “tilraunadýrin” yfir í blóðþyrst ‘skrímsli’. Maður sem vann fyrir Shinra, Vincent sá að Hojo var með eitthvað skrýtið á prjónunum og Hojo vissi að hann gæti komið í veg fyrir tilraunir hans. Hojo rotaði þá Vincent og geymdi í líkkistu í mörg ár þar sem hann gerði tilraunir á honum og breytti í einhverskonar hálfmenni.

Hojo hélt þó tilraununum áfram og tókst loks að skapa fullkomna veru sem hann kallaði Sephiroth. Sephiroth ólst upp og var alltaf mun gáfaðri og sterkari en aðrir jafnaldrar hans og þegar hann varð stór gekk hann í herdeild Shinra, SOLDIER. Sephiroth varð fljótt lang besti hermaðurinn og var færður upp í 1st Class SOLDIER. Hann vissi aldrei neitt um fortíð sína nema að mamma hans hét Jenova og dó við barnseignir, eða það var það sem Hojo sagði honum.

Einn daginn gekk unglingsstrákur að nafni Cloud í SOLDIER og vann hann sig líka upp í 1st Class og gerðist aðstoðarmaður Sephiroths ásamt manninum Zack.

Undarlegir hlutir höfðu verið að gerast upp í Mt. Nible og Cloud og Sephiroth voru sendir á vettvang til að athuga hvað væri á seiði. Það endaði með því að þeir leituðu skjóls í undarlegri byggingu uppi á fjöllunum sem var einmitt tilraunastöð fyrir ‘Jenova Prodject’. Þar lærði Sephiroth sannleikann um sjálfan sig og tapaði vitinu. Hann fór aftur í Nibleheim, bæ sem stóð rétt við rætur Mt. Nible, kveikti í öllum bænum og drap alla. Hann ætlaði að fara að hitta móður sína, sem í þessu tilviki er geimveran Jenova.

Zack reyndi að stoppa hann en var drepinn. Cloud reyndi líka að stoppa hann en var líka drepinn en náði þó að taka Sephiroth með sér.

Hojo gerði sér þá grein fyrir því að Sephiroth var ekki jafn fullkominn og hann hafði haldið fyrst að venjulegur maður eins og Cloud tókst að drepa hann. Þá fór Hojo með Zack og Cloud í tilraunastofuna sína og tókst einhvernveginn að lífga þá við eða klóna líkin þeirra eða eitthvað álíka.

Eftir að hafa beðið í glerhylki í mörg ár tókst Zack og Cloud að sleppa og flýðu til Midgar. Þar náðu Shinra hermenn þeim og drápu Zack.

Cloud fór þá einn til Midgar með risavaxna sverðið sitt í leit að peningum.

Hann gekk til liðs við hryðjuverka samtökin AVALANCHE sem höfðu það takmark að eyðileggja ‘Mako Rectorana’ og bjarga plánetunni.

Þar hitti Cloud Barret og Tifu gamla vinkonu hans sem bæði unnu í AVALANCHE.

Stuttu seinna voru þau fönguð af Shinra og farið með í fangelsi í Shinra byggingunni, næsta dag vöknuðu þau og klefarnir voru opnir. Þau fóru út og sáu að allir höfðu verið höggnir í spað og lágu í bútum út um alla veggi og ‘President Shinra’ lá dauður fram á skrifborðið sitt með sverðið hans Sephiroths í bakinu.

Þar sem Cloud taldi sig vita að Sephiroth væri mjög hættulegur ákváðu þau að reyna að finna hann og stoppa í að valda enn meiri skaða en nú þegar.

Þá bættust við mörg ný andlit í liðið eins og: Yuffie ninja stelpan, Cid sýblótandi flugmaðurinn, Cait Sith eitthverskonar köttur?, Vincent hálfmennið, Aeris (eða Aerith) vinarlega blómasölustúlkan og Red XIII 48 ára unglings hundurinn.

Sephiroth var hinsvegar með hættulegra plan í huga en þau héldu, hann ætlaði að skapa risavaxinn loftstein og klessa honum í miðju plánetunnar og eyða þannig öllu lífi.

Sephiroth drepur síðan Aeris og skapar loftsteininn.

Í tilraun sinni að sigra Sephiroth er Rufus sonur Shinra sprengdur í loft upp. Cloud og félagar drepa svo Hojo.

Að lokum fara allir í Northern Crater þar sem lokabardaginn við Sephiroth er haldinn og endar það á að Cloud hakkar hann í spað.

Þegar loftsteinninn er alveg að nálgast kemur Lifestreamið með hjálp Aeris og eyðir honum.

Ég veit að þetta var illa útskýrt enda var ég ekki að nenna að fara of nákvæmlega í þetta.

---SPOILER Endar---

Annað sem þið þurfið að vita áður en haldið er yfir í myndina: ‘Materia’.

Þessar marglituðu kúlur eru eitthverskonar Mako orka sem hefur tekið á sig fast form en er rosalega kröftugt. Það eru til ýmsar myndir af Materia, t.d. eru þau grænu galdrar eins og ‘fire’ sem einfaldlega kveikir í óvinunum og rauðu eru notaðar til að kalla fram risavaxin skrímsli til að hjálpa við bardagana.

Nú að umfjölluninni:

Myndin byrjar eins og leikurinn endaði. Red XIII er að hlaupa í gili ásamt börnum sínum, þau hoppa uppá klett og horfa yfir mosavaxna útgáfu af Midgar. Svo koma stafir yfir skjáinn, “298 Years Before”.

Næst er farið yfir forsöguna ásamt endurbættu “footagi” úr gamla leiknum.

Þar sem komið er við sögu eru tvö ár síðan ævintýri tölvuleiksins áttu sér stað. Cloud hefur búið einn og þjáist af undarlegum sjúkdómi sem kallast ‘Geostigma’ sem leggst aðalega á börn. Þrír bræður, Kadjai, Loz og Yazoo eru að reyna að ná í háls Jenovu sem hefur verið falinn fyrir þeim af Shinra. Takmörk þeirra eru mörg og eitt þeirra er að endurvekja Sephiroth. Cloud sér þá enga aðra möguleika en að fara að reyna að bjarga málunum á ný.

Söguþráðurinn er ekki sá besti sem til er og er ekki einu sinni þess verðugur að vera borinn saman við söguþráð leiksins. Tónlistin er mjög góð en kemst ekki nálægt því að vera jafn góð og í leiknum rétt eins og söguþráðurinn. Grafíkin er gjörsamlega mergjuð og svo miklu betri en í Pixar myndunum að það er ekki eðlilegt. Bardagaatriðin, hér eru á ferðinni atriði sem sumir segja mun betri en í Matrix myndunum og ef það á ekki að teljast gott efast ég um að nokkuð annað geri það. Í raun eru þessi bardaga atriði svo flott að flestir munu fá eitthvað úr því að horfa á þessa mynd þótt þeir hafi aldrei vitað að leikurinn væri til og skilji því ekkert í myndinni. “Myndatakan” er einstaklega skemmtileg og er hún alltaf á hreyfingu, alltaf dáldið skjálfandi eins og einhver sé haldandi á vélinni og fullt af klunnalegum “zoomum” sem gerir myndina mun raunverulegri.

Myndin er hér í leikstórn Tetsuya Nomura og er hann að gera það kott út í japan enda er hér mikill snillingur á ferð. Talsetningin er frábær og við skulum vona að enskan messi ekki upp myndinni.

Ég hafði beðið í mörg ár eftir að sjá þessa mynd en ég hélt upprununalega að það væri verið að endurgera leikinn en fannst þó ekki verra að hér væri um mynd að ræða. Var ég fyrir vonbrigðum? Eftir svona langan tíma hafði ég auðvitað hlakkað meira og meira til og ekki bætti úr skák að imdb.com gaf þessari mynd 8,1 í einkunn. Svo að já ég varð fyrir smá vonbrigðum ,ég hafði virkilega vonast til að geta gefið þessari mynd fjórar stjörnur. Ég hef aldrei séð Spirits Within en ég held að þessi sé mun betri.

Í heildina: Þetta er stórgóð mynd fyrir þá sem vita um hvað FF VII fjallar en fyrir aðra eru hún bara rugl (nema bardagaatriðin auðvitað.) Ekkert of löng en what the heck, hún átti að vera 20 mínútur til að byrja með svo ég kvarta ekki. Hún er ekki næstum jafn góð og leikurinn en það á nú ekki að búast við því um nokkurn hlut.

Endilega checkiði myndina út en munið að lesa SPOILER kaflann minn fyrst.

Myndin hefði átt að vera tilnefnt til óskarsverðlauna fyrir bestu teiknimynd, hún hefur kanski ekki uppá mikið að bjóða fyrir fólk utan FF heimsins en er samt algert meistaraverk þrátt fyrir það.

Eins og ég sagði áðan: Afsakið villurnar og það stuff.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Final Fantasy Advent Children er eitt meistaraverk hún er reyndar ekki eins vel gerð og gamla myndinn en þessi mynd er í miklu meiri stíl við leikina sem eru líka meistara verk.




Myndin á að gerast 2 árum seinna eftir Final Fantasy VII(7) tölvuleikin og myndin byrjar á sama stað og leikurinn endaði, ég vil ekki spoila fyrir myndinni en ég ætla bara að segja að þessi mynd er frábær og er mjög vel gerð allir þeir sem hafa spilað Final Fantasy leikina og líka Final Fantasy VII meiga ekki láta þessa mynd fara framhjá sér en samt mæli ég með fyrir ykkur að spila Final Fantasy VII áður en þið horfið á myndinna því þá er myndin ekki eins ruglingsleg en ég mæli fyrir alla að fara á þetta meistaraverk og hafa góða skemmtun mikill hasar er í myndinni og spennan er fín líka.




eins og ég sagði áður vil ég ekki spoila myndinni og vil ég ekki segja neitt úr henni :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn