Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ringu 0 er annað framhald Ringu. Hideo Nakata er hættur sem leikstjóri og Norio Tsuruta(veistu ekki hver hann er? ég veit það heldur ekki). Ringu 0 er prequel/ forsaga og segir frá uppruna Sadako og sýnir eiginlega seríuna frá öðru sjónarhorni-nefnilega hennar.
Áður en að Sadako(Yukie Nakama) var morðóður draugur þá var hún venjulegur óöruggur unglingur. Myndin segir frá því þegar Sadako er 17 ára og býr ein í lítilli íbúð í Tokyo.
Hún byrjar í leiklistar klúbbi en hún verður utan við og meðnemendur hennar fara að fá martraðir og ein þeirra sem var leiðinleg við Sadako deyr skyndilega í draumi sýnum. En Sadako tekst að vekja athygli hjá stjórnandanum og hljóð manninum(stráknum) sem verður strax mjög ástfanginn af henni og hún af honum.
Á sama tíma er blaðakona að rannsaka fortíð Sadako og mömmu hennar.
En Sadako hefur yfirnátturlega hugarorku sem hún sjálf getur varla stjórnað og með hræðilegum afleiðingum.
Ég veit ekki afhverju en mér finnst þessi vera allra,allra besta Ringu myndin. Algjört meistaraverk. Og er tölvert öðru vísi hinum Ringu myndunum. Það er auðvitað annars leikstjóri ,Tsuruta sem leikstýir x 100 betur en Nakata. Algjörlega frábær leikstjórn. Handritið var mjög gott. Og myndin mjög fallega gerð. Rosalega góð myndataka. Leikur Yukie Nakama var rosalega góður líka,reyndar frábær, maður mundi seint halda að það væri hægt að halda með Sadako og vorkenna henni en það er hægt og manni þykir hálf vænt um hana. Aðrir leikarar voru mjög fínir.. Myndin er mjög creepy,Scary, óhugnanleg og sorgleg. Endirinn er rosalegur, óhugnanlegur og eins og maður segir á Ensku:disturbing as hell.
Ringu 0 er örugglega eitthvað allra besta framhald sem ég hef séð og skítur á hinar tvær og það mikið. Algjört meistaraverk.
Skilduáhorf fyrir þá sem fíla Ring(eða ekki) og aðrar Asíkar hrollvekjur.