Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Vídeómynd í besta falli
Alveg fjandi ómerkileg mynd sem einhvern veginn nær að bjarga sér með ágætis leikurum.
Owen Wilson hefur gert talsvert góða hluti gegnum feril sinn, en í þetta sinn er hann bara fastur í hlutverki sem hann hefur gert áður, og þá mun fyndnara. Ég er strax farinn að sakna þess að sjá hann við hlið Ben Stiller eða Vince Vaughn. Kate Hudson og Matt Dillon eru bæði ágæt, en gera voða lítið annað en að fara beint eftir handritinu. Þau leggja ekkert á sig, hvort sem að það er upp á húmorinn að gera eða rómantíkina. Wilson nær að koma manni í rétta skapið við og við, en aldrei nógu oft.
You, Me and Dupree þjáist alveg rosalega fyrir það að vera föst í meðalmennskunni. Hún er fín til áhorfs, en það vantar alla kátínu í myndina. Húmorinn er ekki einu sinni góður, sem er stór mínus fyrir svona mynd. Myndin spilast bara í runum eins og þreyttur gamanþáttur. Í besta falli er þetta prýðileg vídeó-afþreying, en það er þá bara vegna þeirra leikara sem saman standa í forgrunninum. Lengra nær það ekki...
5/10
Alveg fjandi ómerkileg mynd sem einhvern veginn nær að bjarga sér með ágætis leikurum.
Owen Wilson hefur gert talsvert góða hluti gegnum feril sinn, en í þetta sinn er hann bara fastur í hlutverki sem hann hefur gert áður, og þá mun fyndnara. Ég er strax farinn að sakna þess að sjá hann við hlið Ben Stiller eða Vince Vaughn. Kate Hudson og Matt Dillon eru bæði ágæt, en gera voða lítið annað en að fara beint eftir handritinu. Þau leggja ekkert á sig, hvort sem að það er upp á húmorinn að gera eða rómantíkina. Wilson nær að koma manni í rétta skapið við og við, en aldrei nógu oft.
You, Me and Dupree þjáist alveg rosalega fyrir það að vera föst í meðalmennskunni. Hún er fín til áhorfs, en það vantar alla kátínu í myndina. Húmorinn er ekki einu sinni góður, sem er stór mínus fyrir svona mynd. Myndin spilast bara í runum eins og þreyttur gamanþáttur. Í besta falli er þetta prýðileg vídeó-afþreying, en það er þá bara vegna þeirra leikara sem saman standa í forgrunninum. Lengra nær það ekki...
5/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Universal Pictures
Kostaði
$54.000.000
Tekjur
$130.431.368
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
25. ágúst 2006