Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefna

Factotum 2005

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 30. ágúst 2006

What matters most is how well you walk through the fire.

94 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 74% Critics
The Movies database einkunn 71
/100

Hinn sjálfskipaði efnilegi rithöfundur Hank Chinaski, sem er aukasjálf rithöfundarins Charles Bukowski, hefur hvorki viðurkenningu, metnað né siðferði. Hvert einasta vonlausa starf sem hann nær sér í, missir hann vegna leti eða fíflaláta, enda hefur hann mestan áhuga á að skrifa. Samband hans við Jan gengur illa vegna óöryggis hennar, þannig að hann hættir... Lesa meira

Hinn sjálfskipaði efnilegi rithöfundur Hank Chinaski, sem er aukasjálf rithöfundarins Charles Bukowski, hefur hvorki viðurkenningu, metnað né siðferði. Hvert einasta vonlausa starf sem hann nær sér í, missir hann vegna leti eða fíflaláta, enda hefur hann mestan áhuga á að skrifa. Samband hans við Jan gengur illa vegna óöryggis hennar, þannig að hann hættir að veðja á hesta sem hafði oft reddað honum peningum á auðveldan hátt.... minna

Aðalleikarar


Horfði á þessa mynd án þess að vita mikið um verk Charles Bukowski en myndin kom mér einstaklega skemmtilega á óvart þar sem ég bjóst ekki við miklu. Þetta er mynd sem er ekki með neitt plott að ráði og í lok hennar er ekki búið að leysa neitt. Myndin sýnir mörg mismunandi tímabil í lífi aðalpersónunnar. Við skyggnust sem sagt einfaldlega í hugarheim fólks sem er haldið hálfgerðri sjálfseyðingarhvöt en er ákaflega sátt í þessum ömurleika sem einkennir líf þeirra og tilveru sem áfengissjúklingar. Matt Dillon er alltaf að koma manni meira og meira á óvart. Manni fannst þessi maður vera aldrei neinn alvöru leikari en með frammistöðu sinni í Crash og þessari þá hefur hann sannað sig sem góður leikari. Lily Taylor skilar sínu einnig mjög vel. Ef þú fílar ekki myndir sem eru frekar hægar og er aðallega karakterstúdíur ættirðu að sleppa þessari en ef þú vilt sjá óhefðbundna mynd sem skilur eftir sig ákveðnar hugmyndir þá ættirðu að kíkja á hana. Hún er vel þess virði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn