Air Bud (1997)
"He Sits. He Stays. He Shoots. He Scores."
Ungur drengur og hundur með ótrúlega hæfileika í körfuknattleik, verða miklir vinir.
Öllum leyfðSöguþráður
Ungur drengur og hundur með ótrúlega hæfileika í körfuknattleik, verða miklir vinir. Drengurinn, hinn 12 ára Josh Framm, er að jafna sig á fráfalli föður síns og flytur með fjölskyldunni til smábæjarins Fernfield í Washington fylki í Bandaríkjunum. Josh er nýr í bænum og á enga vini og er of feiminn til að reyna að komast í körfuboltaliðið í skólanum. Í staðinn æfir hann sig á afviknum körfuboltavelli og vingast við flækingshund af Golden Reetriever kyni, sem heitir Buddy. Það kemur Josh á óvart þegar hann kemst að því að Buddy elskar körfubolta. Að lokum kemst Josh í skólaliðið og Buddy verður lukkudýr liðsins. Þeir félagarnir verða aðalstjörnurnar í hálfleik þar sem þeir leika listir sínar, og allt þetta vekur athygli fjölmiðla. Til allrar óhamingju sér fyrri eigandi Buddy, Norm Snively, hundinn í sjónvarpinu og sér núna leið til að græða peninga á honum. Nú er spurning hvort að Buddy og Josh þurfi að skiljast að.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Gagnrýni notenda
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráEngar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!


















