Aðalleikarar
Leikstjórn
Demolition man byrjar árið 1996 þegar löggæslumaðurinn John Spartan(Sylvester Stallone)er dæmdur í djúpfrystisfangelsisdóm fyrir margfalt manndráp af gáleysi. Erkióvinur Spartan's sadistinn Simon Phoenix(Wesley Snipes) er einnig frystur en sleppur síðan árið 2032 og gerir mikinn usla á svæði sem áður var Los Angeles borg en er nú hluti af öðru stærra svæði. Spartan er síðan þíðaður í kjölfarið til að hafa uppi á Phoenix en grunar að maðkur sé í mysunni. Persónulega finnst mér Demolition man alveg afbragðsgóð afþreying og Stallone og Snipes eru alveg frábærir í hlutverkum sínum. Denis Leary kemur einnig sterkur inn sem uppreisnarseggur sem berst fyrir frelsi og Sandra Bullock leikur löggæslukonu sem aðstoðar Spartan og að sjálfsögðu kviknar neisti á milli þeirra. Demolition man er hasarhlaðin mynd og fangar athygli manns en mjög veikur hlekkur hennar er tónlistin sem er bara slæm og illa valin. Einnig finnst mér myndin ekki eins myrk og hún hefði átt að vera og hefði leikstjórinn Marco Brambilla átt að vanda sig betur þar. En jæja, hér er samt nóg til að hafa gaman af og miðað við allt skemmtanagildið fer Demolition man alls ekki undir þremur stjörnum frá mér.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Daniel Waters, Peter M. Lenkov, Robert Reneau
Vefsíða:
www.facebook.com/Demolition-Man-464095140275072
Aldur USA:
R