Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Hrottalega góð
Það er alltaf gaman að sjá hreinræktaðan vestra skjótta upp kollinum, enda eru þeir nánast í útrýmingarhættu. The Proposition er eflaust einhver hráasta, hrottalegasta en um leið athyglisverðasta mynd sinnar tegundar sem ég hef séð í þónokkuð langan tíma.
Myndin er hæg í keyrslu og býður upp á þunnildi sem þykist vera söguþráður myndarinnar, en hins vegar nær hún að móta mjög grípandi andrúmloft sem og það að vera spennandi nær allan tímann.
Myndin er borin uppi af leikaraúrvalinu, rétt eins og frammistöðunum. Menn eins og Guy Pearce, Ray Winstone, John Hurt og Danny Houston svíkja ekki hér frekar en fyrri daginn, og Emily Watson kemur jafnvel frábærlega út í hálf trufluðu hlutverki.
Það sem einkennir The Proposition að megnu til, er hversu vel hún nær að spilast út með það einfalda efni sem hún styðst við, og það hrós fær líklegast handritið. Tónlistarmaðurinn Nick Cave sá um að penna myndina, ásamt því að sjálfsögðu að sjá um tónlistina. Afraksturinn hjá hvort tveggja kemur afskaplega vel út, enda virka þættirnir vel í samhæfingu þar sem að Cave nær að leggja sig persónulega fram með því að færa söguna frá pappírnum yfir í tónlistarform.
Fílingur myndarinnar er mjög óþægilegur, og finnst varla sena í myndinni sem ekki er menguð kvikindisskap eða óhamingju. Myndin er tvímælalaust þess virði að mæla með, þó svo að hún eigi ekki eftir að höfða til allra.
Svo sem aukaplús fær myndin enn eitt gott orðið fyrir að innihalda einhverja átakanlegustu pyntingarsenu sem að ég get munað eftir að hafa séð í bíó lengi, og skilur sú sena engan eftir ósnortinn.
7/10
Það er alltaf gaman að sjá hreinræktaðan vestra skjótta upp kollinum, enda eru þeir nánast í útrýmingarhættu. The Proposition er eflaust einhver hráasta, hrottalegasta en um leið athyglisverðasta mynd sinnar tegundar sem ég hef séð í þónokkuð langan tíma.
Myndin er hæg í keyrslu og býður upp á þunnildi sem þykist vera söguþráður myndarinnar, en hins vegar nær hún að móta mjög grípandi andrúmloft sem og það að vera spennandi nær allan tímann.
Myndin er borin uppi af leikaraúrvalinu, rétt eins og frammistöðunum. Menn eins og Guy Pearce, Ray Winstone, John Hurt og Danny Houston svíkja ekki hér frekar en fyrri daginn, og Emily Watson kemur jafnvel frábærlega út í hálf trufluðu hlutverki.
Það sem einkennir The Proposition að megnu til, er hversu vel hún nær að spilast út með það einfalda efni sem hún styðst við, og það hrós fær líklegast handritið. Tónlistarmaðurinn Nick Cave sá um að penna myndina, ásamt því að sjálfsögðu að sjá um tónlistina. Afraksturinn hjá hvort tveggja kemur afskaplega vel út, enda virka þættirnir vel í samhæfingu þar sem að Cave nær að leggja sig persónulega fram með því að færa söguna frá pappírnum yfir í tónlistarform.
Fílingur myndarinnar er mjög óþægilegur, og finnst varla sena í myndinni sem ekki er menguð kvikindisskap eða óhamingju. Myndin er tvímælalaust þess virði að mæla með, þó svo að hún eigi ekki eftir að höfða til allra.
Svo sem aukaplús fær myndin enn eitt gott orðið fyrir að innihalda einhverja átakanlegustu pyntingarsenu sem að ég get munað eftir að hafa séð í bíó lengi, og skilur sú sena engan eftir ósnortinn.
7/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
First Look Pictures
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
15. september 2006