Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Science of Sleep 2006

(La Science des rêves)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 30. mars 2007

Close your eyes. Open your heart.

105 MÍNÝmis
Rotten tomatoes einkunn 70% Critics
Rotten tomatoes einkunn 81% Audience
The Movies database einkunn 70
/100

Eftir andlát föður síns í Mexíkó þá ákveður hinn feimni og óöruggi ungi maður, Stéphane Miroux, að koma til Parísar og vera hjá móður sinni, ekkjunni Christine. Hann fær leiðinlegt starf hjá fyrirtæki sem býr til dagatöl, og verður ástfanginn af heillandi nágranna sínum Stéphanie. En það er ekki auðvelt að ná ástum hennar, og eina leiðin sem... Lesa meira

Eftir andlát föður síns í Mexíkó þá ákveður hinn feimni og óöruggi ungi maður, Stéphane Miroux, að koma til Parísar og vera hjá móður sinni, ekkjunni Christine. Hann fær leiðinlegt starf hjá fyrirtæki sem býr til dagatöl, og verður ástfanginn af heillandi nágranna sínum Stéphanie. En það er ekki auðvelt að ná ástum hennar, og eina leiðin sem hann finnur til að sætta sig við lífið sem hann lifir, er að flýja inn í draumaheima.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Það var mjög ánægjulegt að fá þann möguleika að sjá loksins þessa mynd í hvítu tjaldi í föruneyti bíópopps og kóladrykks - en hún semsagt kom út á síðasta ári og er orðin fáanleg á DVD-disk á netverslunum fyrir þónokkru, t.d. Amazon. En nóg um það, leikstjórinn Michel Gondry hefur á undanförnum árum skapað sér sess á meðal fremstu tónlistarmyndbandaleikstjóra heims, en það var 2004 sem hann kom sér almennilega á kortið með myndinni Eternal Sunshine of the Spottless Mind eftir handriti sem hann samdi ástam séníinu Charlie Kaufman. 'The Science of Sleep' er í raun mjög rökrét þróun frá henni; að leika sér svolítið með óraunveruleikan. Myndin segir sögu ungs mannsa, Stéphan (leikinn af Gael Garcia Bernal) sem flytur til Parísar til móður sinnar eftir lát föður síns og fær drepleiðinlega vinnu hjá fyrirtæki sem framleiðir dagatöl. Snemma kynnist hann svo nágrannakonu sinni, Stéphanie (Charlotte Gainsbourg, dóttir Serge) og verður til undarleg vinátta/ástarsamband á milli þeirra. Það sem er þó vandamál Stéphan er það, að hann lifir lífi sínu í draumum sínum og tekst þannig á við vandamál sín. Auk þess á mjög erfitt með að gera greinarmun á milli þessa, hvort hann sé í raun vakandi. Þetta er mjög snjallt stílbragð Gondry, áhorfandi getur aldrei verið viss um hvað er að gerast í raun og veru og hvað er draumur. Þegar í ljós kemur svo að draumurinn er draumur, notar Gondry mikið stop-motion-tækni, svona til að undarstrika draumkenndina - og kemur það mjög vel út. Allskonar saumaðar fígúrur, úrklippur og leir. Myndin er því mikið sjónrænt listaverk - myndatakan til fyrirmyndar og klipping skemmtileg. Myndin er drepfyndin, og er persónan Guy sennilega sú sem ber þá fyrst að nefna - alveg fáránleg týpa. Stéphan er þó dýpri karakter; óöruggur, viðkvæmur, tilfinningaríkur og á einstaklega auðvelt með að koma sér í slæma aðstöðu. Það er marg fleira sem má týna til; sándtrakkið er virkilega flott, handritið vel skrifað (það er á þremur tungumálum og magnað að það skuli ganga upp) og leikurinn góður (þá sérstaklega Gael Garcia sem stendur upp úr í túlkun sinni á sérvitringnum).


Ég mæli eindregið með að fólki kíkji á þessa mynd - án efa besta mynd sem hefur komið í bíó á þessu ári. Lausa við klisjur og leiðindi. Frumlegt og virkilega flott!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn