Aðalleikarar
Leikstjórn
Lets go to prison er mynd eftir mann að nafni Bob Odenkirk sem hefur gert hinar og þessa stuttmyndir, og já hef unnið sem leikari, handritshöfundur, framleiðandi og sem leikstjóri á sinni annari kvikmynd í fullri lengd. Sú fyrri heitir Melvin goes to dinner og er fínasta mynd. Þessi hinsvegar fannst mér ekki nógu góð.
Í aðalhlutverkum eru þeir Dax Shepard ( Employee of the Month, Without a Paddle) og Will Arnett ( Arrested Development)
Myndin er um síbrota mann ( Dax Shepard) sem er ávalt að lenda í klandri, og alltaf sami dómarinn sem situr hann á bak við lás og slá. En einn daginn þegar hann er látinn laus ætlar hann sér að hefna sín á dómaranum, en því miður þá dó dómarinn nokkrum árum áður, en hann deyr ekki ráðalaus heldur ákveður að hefna sín á syni hans í staðinn og kemur honum í það mikið klandur að maðurinn fer í fangelsi. En það er ekki nóg..
Myndin fannst mér ekkert sérstök,jú jú fyndinn af og til en söguþráður frekar þunnur.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Michael Patrick Jann, Jules Cowles, Robert Ben Garant
Framleiðandi
Universal Pictures
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Útgefin:
21. júní 2007