Náðu í appið
Haven

Haven (2004)

"Can love survive the fall of paradise?"

1 klst 55 mín2004

Á Cayman eyjum eru Andrea, dóttir valdamikils manns, og sjómaðurinn Shy ástfangin á laun, án þess að foreldrar Andrea viti.

Rotten Tomatoes15%
Metacritic37
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiVímuefniVímuefniFordómarFordómarBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Á Cayman eyjum eru Andrea, dóttir valdamikils manns, og sjómaðurinn Shy ástfangin á laun, án þess að foreldrar Andrea viti. Þegar faðir Andrea fer í sjóferð, þá eiga þau saman ástarfund heima hjá Andre; þau sofna og fjölskyldan kemur heim um morguninn þeim að óvörum. Síðar hendir bróðir Andrea, Hammer, sýru í andlit Shy, og er dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi. Í Miami veitir lögreglan hinum vafasama athafnamanni Carl Ridley, eftirför og hann flýr ásamt unglingsdóttur sinni, Pippa, til Cayman eyja, þar sem hann reynir að hitta lögfræðing sinn, Mr. Allen. Pippa hittir smáþjófinn Fritz, og hann býður henni í partý. Áður en þau þau fara úr húsinu, þá sér Fritz, Carl vera að telja mikið af peningum. Fritz skuldar hinum stórhættulega dópsala Richie Rich peninga, og hann segir honum frá auði Carl. Líf þessa fólks tengist að kvöldi föstudagsins þrettánda, og hörmulegir atburðir eiga sér stað.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Frank E. Flowers
Frank E. FlowersLeikstjóri

Framleiðendur

Yari Film GroupUS