Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir

The Last King of Scotland 2006

Frumsýnd: 23. febrúar 2007

Charming. Magnetic. Murderous.

121 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 87% Critics
The Movies database einkunn 74
/100
Forrest Whitaker fékk Óskarsverðlaunin fyrir bestan leik í aðalhlutverki.

Snemma á áttunda áratug síðustu aldar fer hinn ungi skoski hugsjónamaður og læknir Nicholas Garrigan til Uganda til að vinna á spítala úti á landi. Þegar hann kemur þangað þá hittir hann nýjan forseta landsins, Idi Amin, sem lofar nýrri gullöld fyrir þessa Afríkuþjóð. Garrigan og Amin ná strax vel saman en Amin er aðdáandi Skotlands. Hann býður Garrigan... Lesa meira

Snemma á áttunda áratug síðustu aldar fer hinn ungi skoski hugsjónamaður og læknir Nicholas Garrigan til Uganda til að vinna á spítala úti á landi. Þegar hann kemur þangað þá hittir hann nýjan forseta landsins, Idi Amin, sem lofar nýrri gullöld fyrir þessa Afríkuþjóð. Garrigan og Amin ná strax vel saman en Amin er aðdáandi Skotlands. Hann býður Garrigan fljótlega yfirmannsstöðu innan heilbrigðiskerfisins og verður einnig einn nánasti ráðgjafi Amins. Eftir því sem árin líða þá fer Garrigan að taka eftir sífellt aukinni óútreiknanlegri hegðun Amins sem þróast ekki bara yfir í eðlilega hræðslu yfir að menn séu að reyna sífellt að ráða hann af dögum, heldur brýst út í morðæði og geðtryllingi sem felur í sér síaukna blóðsúthellingar í landinu. Garrigan áttar sig nú á hrikalegri stöðu sinni hjá þessum klikkaða leiðtoga sem neitar að leyfa honum að fara heim, og nú þarf hann að taka afdrifaríkar ákvarðanir sem gætu orðið hans bani ef einræðisherrann kemst að því hvað hann hefur í hyggju. ... minna

Aðalleikarar


Ótrúlega góð mynd! Vel leikin og vel gerð. Sagan hafði ofboðslega mikil áhrif á mig og fékk mig til að hugsa dýpra um það óréttlæti sem ríkir í löndunum í kringum okkur. Merkilegt hvernig myndin breytist úr hálfgerðri komedíu yfir í dauðans alvöru. Lækninum unga sem ferðaðist út í heim af því honum vantaði tilbreytingu í líf sitt tókst á ótrúlegan hátt að flækja sig inn í hryllilega atburðarrás. Mynd sem enginn má láta fram hjá sér fara!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Áhugaverð mynd um Idi Amin séð út frá sjónarhóli Skota sem gerist einkalæknir hans og fjölskyldu hans. Við fáum að sjá Forest Whitaker fara á kostum sem á köflum hinn barnslegi og skemmtilegi Idi Amin, hrókur alls fagnaðar þegar sá gállinn er á honum. Það er sú hlið á honum sem hinn ungi skoski læknir virðist eingöngu sjá langt framan af. Hans einfeldni er svolítið pirrandi, þar sem hún er svo rosaleg. En Idi Amin er orðinn að óútreiknanlegur harðstjóra sem sér óvini í næstum hverju skúmaskoti og drepur þá í hrönnum, bæði þá raunverulegu og þá sem hann ímyndar að séu að vinna gegn sér. Það líður nokkuð pirrandi langur tími þar til að þetta síjast inn í rykaðann koll Skotans. Aðall myndarinnar er gersamlega leikur Whitakers. Hann ber hana uppi, og allir aðrir eru gersamlega í skugganum. Maður fer á þessa mynd til að sjá hvers vegna hann fékk óskarinn fyrir að leika Idi Amin...punktur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Guð minn almáttugur. Það er ekki hægt að bjóða manni upp á þetta. The Last king of Scotland er með verstu myndum í langan tíma. Sagan er algjörlega í köku(og mér er nákvæmlega sama hvort hún er sönn eða ekki) og handritið reynir að skapa áhrifamikla mynd en boy oh boy hvað það misheppnast. Þetta er einhver þvæla um lækni og stjórnmálamenn í Afríku og skilgreint svo illa að myndin verður bara heimsk og léleg. Tilgerðarlegur leikur hjá Forest Whitaker og James McAvoy verður til þess að gera þetta ennþá verra og persónur þeirra eru bara sorglegar. Sá tími sem ég eyddi í kvikmyndahúsinu að horfa á þetta drasl var bara þjáning. Ég sá nákvæmlega ekkert gott við þetta, ekki baun í bala og er stjörnugjöfin samkvæmt því. Ef þið ætlið samt sem áður að horfa á þetta bull segið þá ekki að ég hafi ekki varað ykkur við. Mjög slæmt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Árið er 1970, Nicholas Garrigan er ungur skoskur læknir sem fer til Úganda í ævintýraþrá eftir að vera orðinn þreyttur af fjölskyldulífi sínu heima, þar hittir hann nýja forsetann Idi Amin. Amin er mjög hrifinn af Skotlandi og Garrigan verður persónulegi læknir og vinur Amin, Garrigan sem er ungur og frekar óþroskaður í skapgerð tekur við öllu sem Amin býður honum, þar á meðal stöðu við að vera einn helsti ráðsmaður hans. Pólitísku aðstæðurnar í Úganda fara að versna og Amin breytist hægt í morðóðann einræðisherra, Garrigan verðu þá fastur í gripum Amin og á jafnvel að hluta til þátt í fjöldamorðum Amin án þess að gera sér grein fyrir því. Idi Amin sem er söguleg manneskja, er einstaklega vel leikin af Forest Whitaker, Amin er eins og stórt barn sem sett er í stöðu forseta, hann er morðóður, ógnvekjandi, samviskulaus og miskunarlaus en samt fyndinn og skemmtilegur á sama tíma. James McAvoy leikur Garrigan sem er skálduð manneskja hinsvegar, en hann stendur sig vel og gefur áhorfendanum einhverja persónu sem hægt er tengja sig betur við. Myndin er byggð á samnefndri bók eftir Giles Foden og er Nicholas Garrigan byggður að hluta til á manneskju sem var undir stjórn Amin svo að myndin hefur einhver söguleg gildi, sumu er breytt og þessu þjappað saman en myndin byggir söguna sína alla kringum sögulega atburði. Myndin hegðar sér eins og kennsla í siðfræði sem sýnir hvernig minnstu ákvarðanir geta breytt öllu, Amin og Garrigan eru báðir eins og stór börn aðeins á sitthvorum enda skalans en hafa þó stór áhrif á hvorn annan. Þegar raunveruleikinn fer að taka yfir líf Garrigans þá verður örvæntingin ráðandi, hann hefur komið sér í verstu hugsanlegu aðstæður útaf sitt eigið þroskaleysi. The Last King of Scotland er mjög vel gerð en hefði gagnast betur af þéttari uppbyggingu og meiri áherslu á afleiðingum gjörða Idi Amin, en annars þá er myndin vel heppnuð og mun vera eftirminnanleg útaf frammistöðu Forest Whitakers.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

03.10.2015

McAvoy inn fyrir Phoenix í M. Night mynd

X-men leikarinn James McAvoy hefur tekið við hlutverki sem Joaquin Phoenix ætlaði upphaflega að leika í næstu mynd leikstjórans M. Night Shyamalan. Phoenix og Shyamalan höfðu ætlað sér að endurnýja kynnin, en þeir ...

07.01.2014

Umfjöllun: The Butler (2013)

Myndin "The Butler" er byggð á sögu "Eugene Allen" sem starfaði í Hvíta húsinu á tímabilinu 1952 til 1986 og þjónaði sjö mismunandi forsetum. Við fáum að fylgjast með þessu tímabili með augum blökkumannsins og fjölskyldu h...

13.08.2013

Ronan í 3. heimsstyrjöldinni - Ný stikla

Fyrsta stiklan er komin fyrir nýjustu mynd leikstjórans Kevin MacDonald, sem gerði síðast myndina The Last King of Scotland með Forrest Whitaker í hluverki einræðisherrans Idi Amin. Nýja myndin heitir How I Live Now og e...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn