Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þessi var á rúv um daginn, tók hana upp og horfði á í fyrradag (VHS LIFIR). Þetta var eiginlega nákvæmlega myndin sem ég bjóst við og var að vonast eftir. Breach er njósna drama, ekki spennumynd. Myndin byggist á sönnum atburðum, sem skaðar aldrei, um versta njósnara sem Bandaríkin hafa komist í kynni við. Ég er mjög hrifinn af Chris Cooper, hann er frábær karakter leikari og klikkar ekki hér. Ryan Phillippe skilar sínu ágætlega en það er ástæða fyrir því að hann er ekki A lista leikari, bara B+. Laura Linney var fín líka en hún fer samt aldrei fram úr væntingum einhvernveginn. Cooper átti þessa mynd. Það er annars óhætt að mæla með henni fyrir þá sem sáu hana ekki um daginn. Ef þið fýlið á annað borð njósna drama, þá munið þið fýla þessa.
Þetta er önnur mynd leikstjórans, hef ekki séð þá fyrri. Hann hefur hinsvegar skrifað slatta af myndum sem maður hefur séð, aðallega annars flokks myndir t.d. Suspect Zero, Flightplan, Volcano og Hart´s War.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Universal Studios
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
20. apríl 2007