Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

The Messengers 2007

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 13. apríl 2007

There is evidence to suggest that children are highly susceptible to paranormal phenomena. They see what adults cannot. They believe what adults deny. And they are trying to warn us.

90 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 11% Critics
The Movies database einkunn 34
/100

Roy Solomon, eiginkona hans Denise, unglingsdóttirin Jessica og sonurinn Ben, flytja frá Chicago til gamals bóndabæjar í Norður Dakota, til að byggja fjölskylduna upp á ný fjárhagslega, en Roy hefur verið lengi atvinnulaus og bílslys sem Jessica lenti í hefur haft mikil áhrif á Ben. Roy gróðursetur sólblóm á landinu og ræður hinn ókunnuga Burwell til að... Lesa meira

Roy Solomon, eiginkona hans Denise, unglingsdóttirin Jessica og sonurinn Ben, flytja frá Chicago til gamals bóndabæjar í Norður Dakota, til að byggja fjölskylduna upp á ný fjárhagslega, en Roy hefur verið lengi atvinnulaus og bílslys sem Jessica lenti í hefur haft mikil áhrif á Ben. Roy gróðursetur sólblóm á landinu og ræður hinn ókunnuga Burwell til að hjálpa sér við uppskeruna. Þegar Jess sér drauga og ærsladrauga í húsinu, þá trúa foreldrar hennar henni ekki. Hún reynir að sanna að hún sé ekki klikkuð eða sé að reyna að vekja á sér athygli, og kemst þar næst að örlögum fyrri eiganda bæjarins. Grunsemdir, ofbeldi og morð fylgir í kjölfarið.... minna

Aðalleikarar


Þið sem teljið ykkur vera fara á spennandi mynd, þá hef ég soldið að segja frá: Ekki fara á hana. Ég fór á þessa mynd með engar væntingar en oh my God. Þvílík fyrirsjáanlegheit sem þessi mynd er. Sagan í myndinni er basically sú sama og maður hefur þúsund sinnum séð áður: Fjölskylda flytur í hús langt út í buskanum. Yfirgefið og algerlega einangrað. En húsið á sér dimmri sögu en fólk grunar. Hversu oft höfum við séð þessa formúlu? Í rauninni, er ég orðinn soldið þreyttur á þessu. Bregðuatriðin voru léleg, spennan engan veginn til staðar og svo eru leikararnir arfaslappir. Þessi mynd er svo slæm, að hún fékk fólkið í salnum til að fara að hlæja. Man ekki eftir því í langan tíma að hafa hlegið yfir hrollvekju. Sem sýnir að hún er engan veginn að virka. Og fær þessi sori fýlukall í einkunn hjá mér, og verðskulduð einkunn fyrir þessa hörmung.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn