Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Lookout 2007

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 6. júlí 2007

Whoever has the money has the power

99 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 87% Critics
The Movies database einkunn 73
/100

Chris var eitt sinn efnilegur íþróttamaður, en líf hans fer allt í rugl eftir hörmulegt slys. Hann fær heilaskaða sem hefur áhrif á langtímaminnið. Hann skrifar hluti hjá sér til að bæta úr þessu. Hann býr einnig hjá blindum vini sínum sem aðstoðar hann. Hann getur ekki fengið neina góða vinnu með þessa fötlun, og ræður sig sem húsvörð í banka.... Lesa meira

Chris var eitt sinn efnilegur íþróttamaður, en líf hans fer allt í rugl eftir hörmulegt slys. Hann fær heilaskaða sem hefur áhrif á langtímaminnið. Hann skrifar hluti hjá sér til að bæta úr þessu. Hann býr einnig hjá blindum vini sínum sem aðstoðar hann. Hann getur ekki fengið neina góða vinnu með þessa fötlun, og ræður sig sem húsvörð í banka. Hann flækist þar inn í áætlanir um bankarán, sem fara illilega úrskeiðis. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


The Lookout segir frá því þegar Chris(Joseph Gordon-Levitt....held ég...ekki alveg sure) slasast í bílslysi, hlýtur höfuðáverka og hefur sambúð með manni(þeir eru ekki hommar svo að þið vitið það) blindum reyndar sem heitir Lewis(Jeff Daniels). Chris er frekar ósáttur við lífið og tilveruna og þegar honum býðst að taka þátt í ráni í bankanum sem hann vinnur í grípur hann gæsina þegar færi gefst. The Lookout er alveg ágætis skemmtun þegar á heildina er litið en það er hins vegar ekki verið að gera neitt nýtt með henni. Jeff Daniels er óneitanlega senuþjófurinn hér og gefur sínum atriðum lit, hann bara gerir mátulega mikið með sinni frammistöðu og þessi Levitt(því miður en ég bara kannast ekkert við þennan leikara, kannski á það eftir að breytast) er einnig góður miðað við hvað hlutverkið er hálf klaufalega skrifað. Myndin er orðin alveg þrælspennandi seinni partinn en eins og ég sagði þá er hún svosem ekkert spes þ.e.a.s. í eiginlegri merkingu orðsins. Alveg þess virði að sjá hana og eiga góða stund en þetta er fljótgleymd mynd og skilur mjög lítið eftir sig. Ég gæfi henni tvær stjörnur en hún sleppur með hálfa í viðbót fyrir að vera svo spennandi undir lokin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

17.09.2014

Ólafur Darri og Neeson saman í mynd

Spennumyndin A Walk Among the Tombstones verður frumsýnd hér á landi á föstudaginn næsta, þann 19. september, en þar leiða saman hesta sína þeir Ólafur Darri Ólafsson og Liam Neeson, sem leikur aðalhlutverkið. Myndin...

27.08.2011

Stórstjörnumynd endurgerð - heimsækja dauðann

Columbia Pictures ætlar að endurgera myndina Flatliners, en í upprunalegu myndinni lék árið 1990 hópur af ungum og upprennandi stórstjörnum, eins og Juliu Roberts, Kiefer Sutherland, ásamt fleirum, í leikstjórn Joel Schum...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn