Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Nemesis hefst árið 2027 þegar stríð milli manna og véla hefur verið háð lengi. Við kynnumst löggæslumanninum Alex Rain(Olivier Gruner) sem er mennskur með nokkra vélræna líkamsparta. Eftir einn heljarins skotbardaga í Los Angeles borg er hann hospitalæsaður og eftir nokkrar aðgerðir er hann ennþá vélrænari en áður. Við fylgjumst síðan með honum næstu árin þar sem hann kemst í kynni við vélmenni, eyðileggingu og hryðjuverk. Nemesis er mjög áhugaverð mynd, mjög flott tekin og hefur verulega dapran stíl. Alveg yndislegt að sjá draugabæi og tómlegar eyðimerkur. Af hverju hún er ekki þekktari en hún er hef ég ekki glóru. Vanmetin big time. Stór galli við hana samt er að hún er reyndar ekkert mjög vel leikin. Persónurnar eru allar mjög flatar og þá er ég að meina Olivier Gruner líka. Hann er ekkert að leggja það á sig að gera Alex nógu eftirminnilegan sem er mikil synd því það eru svo góðir möguleikar í þessum karakter. En ég fíla þessa mynd samt nokkuð vel, hún er hröð, hasarhlaðin og bara stórskemmtileg til áhorfs. Takið eftir Tom Jane þarna í litlu hlutverki.