Nemesis hefst árið 2027 þegar stríð milli manna og véla hefur verið háð lengi. Við kynnumst löggæslumanninum Alex Rain(Olivier Gruner) sem er mennskur með nokkra vélræna líkamspa...
Nemesis (1993)
"In the future... it pays to be more than human."
Árið er 2027.
Bönnuð innan 16 ára
OfbeldiSöguþráður
Árið er 2027. Alex Rain er lögregluþjónn í Los Angeles sem er allur sundurskotinn eftir átök við hryðjuverkaherinn The Red Army Hammerheads. Hann er endurbyggður með vélmennaíhlutum, og er núna meira vél en maður. Alex ákveður að hætta hjá lögreglunni og byrjar að vinna sjálfstætt sem gagnasmyglari. En fyrrum yfirmaður Alex, Farnsworth lögreglustjóri, og samstarfsmenn hans, ákveða að fela Alex eitt verkefni til viðbótar. Hann á að góma fyrrum félaga sinn, Jared, sem er að smygla gögnum til Red Army Hammerheads, sem ætla sér að drepa opinbera fulltrúa. Til að neyða Alex til að vinna verkið, þá græða þeir sprengju inn í hjarta hans. En Alex kemst að samsæri meðal vélmenna sem ætla sér að ræna völdum í heiminum og The Red Army Hammerheads berjast í raun fyrir mannkynið og Alex fer að efast um verkefnið.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar

Aðrar myndir

Gagnrýni notenda (1)
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráFramleiðendur



















