Náðu í appið
The Lives of Others

The Lives of Others (2006)

Das Leben der Anderen

"Before the Fall of the Berlin Wall, East Germany's Secret Police Listened to Your Secrets"

2 klst 17 mín2006

Gerd Wiesler er fulltrúi í öryggislögreglu Austur-Þýskalands, Stasi.

Rotten Tomatoes92%
Metacritic89
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:KynlífKynlíf

Söguþráður

Gerd Wiesler er fulltrúi í öryggislögreglu Austur-Þýskalands, Stasi. Myndin hefst árið 1984 þegar Wiesler fer á leikrit eftir Georg Dreyman, sem er af mörgum talin vera ímynd hins fullkomna trúfasta borgara. Wiesler fær á tilfinninguna að Dreyman sé ekki eins fullkominn og hann þykist vera og finnst þörf á eftirliti með honum. Menntamálaráðherra samþykkir, en síðar kemst Wiesler að því að ráðherrann lítur á Dreysler sem andstæðing og girnist unnustu hans, Christa-Maria. Eftir því sem hann eyðir meiri tíma í að hlera þau, því vænna finnst honum um þau. Þessi fyrrum strangi og ósveigjanlegi Stasi maður, byrjar að skipta sér af lífi þeirra, á jákvæðan hátt, og verndar þau á hvaða hátt sem hann getur. Að lokum kemst upp um Wiesler og þó að enginn sönnun sé á neinu ólöglegu, þá er hann eftir þetta látinn sinna ómerkilegri verkefnum - þar til hið ótrúlega gerist.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Creado FilmDE
Wiedemann & Berg FilmDE
ARTEFR
BRDE

Verðlaun

🏆

Óskarsverðlaun og BAFTA verðlaun sem besta erlenda mynd. Fjöldi annarra verðlauna og viðurkenninga.

Gagnrýni notenda (2)

★★★★★

Hreint frábær mynd, hæggeng oft á köflum en samt svo áhugaverð. Ekki fyrir spennufíkla, en fyrir þá sem geta hugsað sér að upplifa lítið brot af íllsku kommúnismans þá er vert að s...

Margir sem ég þekki voru frekar ósáttir um að Pan's Labyrinth hafi ekki unnið óskarinn fyrir bestu útlensku kvikmynd á seinustu verðlaunahátíðinni en ég efa að þetta fólk hafi séð D...