meh
Ég verð að segja að The Tourist er ekki góð mynd, hún er algert miðjumoð og bara mjög gleymd mynd, t.d. ef þú spyrð einhvern um það hvort hann hafi séð þessa mynd, þá hefur hann of...
"The Perfect Trip - The Perfect Trap"
Frank, bandarískur ferðamaður, er á leið til Ítalíu í frí.
Bönnuð innan 12 ára
OfbeldiFrank, bandarískur ferðamaður, er á leið til Ítalíu í frí. Hann er nýskilinn og er að leita að leið til að létta ástarsorgina. Hann er rétt nýkominn þangað þegar hann hittir Elise, gullfallega og afar heillandi konu sem virðist heilsa upp á hann af tilviljun. Hann heillast umsvifalaust af henni, en veit hins vegar ekki að hin raunverulega ástæða þess að hún slæst í för með honum er til að afvegaleiða stórhættulega menn sem eru á höttunum eftir fyrrum elskhuga hennar, glæpamanninum Alexander Pearce. Alexander þessi rændi peningum af öðrum, jafnvel enn hættulegri glæpamanni, og er auk þess hundeltur af leyniþjónustufulltrúa hvert sem hann fer. Þegar Elise og Frank eru komin til Feneyja tekur svo við atburðarás sem varpar Frank óforvendis í hringiðu svika, hættu og ráðabruggs sem dularfullur aðili bakvið tjöldin virðist vera að skipuleggja.






Ég verð að segja að The Tourist er ekki góð mynd, hún er algert miðjumoð og bara mjög gleymd mynd, t.d. ef þú spyrð einhvern um það hvort hann hafi séð þessa mynd, þá hefur hann of...
The Tourist er mislukkuð njósnasaga um ferðamann(Johnny Depp) og alríkisfulltrúa(Angelina Jolie) sem eru stödd í feneyjum. Allir halda að ferðamaðurinn sé eftirlýstur njósnari þangað ti...