Náðu í appið
Bönnuð innan 6 ára

Bratz 2007

(Bratz the movie)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 14. september 2007

Get ready. Get glam. Get real.

110 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 10% Critics
The Movies database einkunn 21
/100

Yasmin, Jade, Sasha og Cloe hafa verið bestu vinkonur eins lengi og þær muna eftir og nú eru þær tilbúnar að takast á við nýjan og spennandi heim gagnfræðaskóla. Hingað til hefur ekkert getað komið upp á milli þeirra en það á heldur betur eftir að breytast þegar þær byrja í nýja skólanum. Þar ræður Meredith, dóttir skólastjórans, ríkjum og hún... Lesa meira

Yasmin, Jade, Sasha og Cloe hafa verið bestu vinkonur eins lengi og þær muna eftir og nú eru þær tilbúnar að takast á við nýjan og spennandi heim gagnfræðaskóla. Hingað til hefur ekkert getað komið upp á milli þeirra en það á heldur betur eftir að breytast þegar þær byrja í nýja skólanum. Þar ræður Meredith, dóttir skólastjórans, ríkjum og hún hefur ákveðið að skipta öllum nemendum skólans í mismunandi klíkur. Svo mikið tangarhald hefur hún á nemendunum að enginn þorir að standa uppi í hárinu á henni og meira að segja Bratz stelpurnar láta ógnarstjórn hennar yfir sig ganga. Jade byrjar að hanga með vísindanördunum, Cloe eyðir öllum stundum með vinum sínum úr fótboltanum, Sasha verður ein af sjálfumglöðu klappstýrunum og Yasmin er skilin ein eftir með tónlistina sína. Það er svo ekki fyrr en á lokaári þeirra í skólanum að þær ranka við sér og átta sig á því hvað hefur komið yfir þær og hvað það hefur kostað þær. Í kjölfarið ákveða þær að hrista rækilega upp í hlutunum en mæta þá auðvitað mikilli andstöðu frá Meredith sem nýtir sér öll sín sambönd til að missa ekki völdin í skólanum.... minna

Aðalleikarar


Fyrst þegar ég heyrði að það væri að koma út Bratz bíómynd varð ég alls ekki bjartsýnn um gæði myndarinnar. Samt sem áður ákvað ég að bjóða fallegustu stelpu sem ég hef séð á myndina og get ég ekki annað sagt en að það hafi heppnast fullkomlega. Við gátum hlegið og skemmt okkur stórkostlega yfir myndinni, hún var bara virkilega spennandi og fyndin. Það eru margir sem halda eflaust að þetta sé einhver týpísk Hollywood mynd, en svo er ekki. Hún er í rauninni bara drepfyndin og bakvið mörg atriðin liggur djúpur húmor. Ég mæli með því fyrir alla að fara á myndina, hún kemur virkilega á óvart!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn