Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Innrás líkamshrifsaranna
Virkilega góð mynd sem greinir frá pödduvefjum utan úr geimnum sem tekur yfir huga fólks og breiðist út um allan heim með smiti. Carol Bennett(Nicole Kidman) er geðlæknir sem berst fyrir lífi sínu og ónæms sonar síns. The Invasion er lítil mynd en mjög skemmtileg. Nicole Kidman stendur sig frábærlega eins og alltaf enda alveg mögnuð leikkona en Daniel Craig sem leikur kærasta hennar er hins vegar talsvert verri og finnst mér að þeir hefðu átt að finna einhvern annan í hlutverkið. Myndin er hröð og þynnist aldrei og endar líka mjög skemmtilega. Myndatakan er reyndar ekkert spes þannig að myndin verður ekki svöl og stílísk er hún því miður alls ekki en fyrir utan það er mjög fátt að setja út á þessa mynd The Invasion. Hún er alls ekki klisjukennd þó að grunnugmyndin sem er byggð á frægri skáldsögu hafi verið kvikmynduð nokkrum sinnum í gegnum tíðina. The Invasion sleppur alveg hiklaust með þrjár stjörnur eða 8/10 í einkunn.
Virkilega góð mynd sem greinir frá pödduvefjum utan úr geimnum sem tekur yfir huga fólks og breiðist út um allan heim með smiti. Carol Bennett(Nicole Kidman) er geðlæknir sem berst fyrir lífi sínu og ónæms sonar síns. The Invasion er lítil mynd en mjög skemmtileg. Nicole Kidman stendur sig frábærlega eins og alltaf enda alveg mögnuð leikkona en Daniel Craig sem leikur kærasta hennar er hins vegar talsvert verri og finnst mér að þeir hefðu átt að finna einhvern annan í hlutverkið. Myndin er hröð og þynnist aldrei og endar líka mjög skemmtilega. Myndatakan er reyndar ekkert spes þannig að myndin verður ekki svöl og stílísk er hún því miður alls ekki en fyrir utan það er mjög fátt að setja út á þessa mynd The Invasion. Hún er alls ekki klisjukennd þó að grunnugmyndin sem er byggð á frægri skáldsögu hafi verið kvikmynduð nokkrum sinnum í gegnum tíðina. The Invasion sleppur alveg hiklaust með þrjár stjörnur eða 8/10 í einkunn.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Warners Bros. Pictures
Vefsíða:
theinvasionmovie.warnerbros.com
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
26. október 2007