Diana
2013
Frumsýnd: 20. september 2013
The Legend is Never The Whole Story.
113 MÍNEnska
7% Critics
26% Audience
35
/100 Díana Spencer, prinsessa af Wales, sem var jafnan kölluð
prinsessa fólksins, lést í bílslysi þann 31. ágúst árið 1997.
Þessi mynd fjallar um tvö síðustu árin í lífi hennar.
Díana giftist Karli prins í júlí árið 1981, þá nýlega orðin tvítug, og
var athöfninni sjónvarpað um allan heim og brúðkaupið kallað
brúðkaup aldarinnar. Allt frá byrjun... Lesa meira
Díana Spencer, prinsessa af Wales, sem var jafnan kölluð
prinsessa fólksins, lést í bílslysi þann 31. ágúst árið 1997.
Þessi mynd fjallar um tvö síðustu árin í lífi hennar.
Díana giftist Karli prins í júlí árið 1981, þá nýlega orðin tvítug, og
var athöfninni sjónvarpað um allan heim og brúðkaupið kallað
brúðkaup aldarinnar. Allt frá byrjun var hjónabandið í ágengu
kastljósi fjölmiðla og óttuðust margir að hin unga, tilvonandi
drottning myndi ekki standast álagið sem því fylgdi.
Það liðu ekki mörg ár áður en fréttir tóku að berast af brestum í
hjónabandinu og svo fór að því lauk með endanlegum skilnaði í
ágúst 1996 þótt öllum væri ljóst að í raun hefði hjónasælunni
lokið miklu fyrr.
En hremmingum Díönu var þó ekki lokið því henni var fylgt
stanslaust eftir af ljósmyndurum og vilja margir meina að sá
ágangur hafi í raun valdið slysinu sem hún lést í ...... minna