Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þessi mynd kýldi mig fast í magann og skildi mig eftir gapandi, sjúgandi loft eins og rostungur með asma. Death Sentance er ein besta mynd Kevin Bacon á ferlinum og hún kom mér mikið á óvart. Hún fjallar um hversu varnarlaus við erum í raun og veru í okkar litla heimi. Þó að lífið leiki við okkur getur öllu verið kippt úr sambandi á einu augnabliki og það er ógnvægilegt. Myndin fer kannski út í ákveðnar öfgar en ég var með allan tímann, blótandi óþokkum og hrópandi hvatningarorð að Bacon. Ég horfði á þessa mynd kl. 5 á laugardagsmorgni með stíflað nef og pirraður eftir óþekka krakka. Ég var aldrei nálægt því að dotta og það er kannski allt sem segja þarf.
Myndin er gerð eftir skáldsögu með sama titil eftir Brian Garfield. Sú bók er framhald af bókinni Death Wish sem var gerð að mynd með Charles Bronson. Sú mynd er algjör klassík.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Fox Atomic
Vefsíða:
Aldur USA:
R