Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Death Sentence 2007

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Protect What's Yours

106 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 20% Critics
The Movies database einkunn 36
/100

Nick Hume er dagfarsprúður stjórnandi í fyrirtæki, sem lifir hinu fullkomna lífi. En kvöld eitt breytist það allt þegar hann verður vitni að fólskulegri árás á fjölskylduna. Hann fyllist hefndarhug og ákveður að elta uppi alla þá sem hlut áttu að máli. Rannsóknarlögreglumaður verður tvístígandi um hvort hún eigi að hjálpa Hume, þegar hana fer að... Lesa meira

Nick Hume er dagfarsprúður stjórnandi í fyrirtæki, sem lifir hinu fullkomna lífi. En kvöld eitt breytist það allt þegar hann verður vitni að fólskulegri árás á fjölskylduna. Hann fyllist hefndarhug og ákveður að elta uppi alla þá sem hlut áttu að máli. Rannsóknarlögreglumaður verður tvístígandi um hvort hún eigi að hjálpa Hume, þegar hana fer að gruna að hann hafi myrt mann og annan í hefndarskyni.... minna

Aðalleikarar


Þessi mynd kýldi mig fast í magann og skildi mig eftir gapandi, sjúgandi loft eins og rostungur með asma. Death Sentance er ein besta mynd Kevin Bacon á ferlinum og hún kom mér mikið á óvart. Hún fjallar um hversu varnarlaus við erum í raun og veru í okkar litla heimi. Þó að lífið leiki við okkur getur öllu verið kippt úr sambandi á einu augnabliki og það er ógnvægilegt. Myndin fer kannski út í ákveðnar öfgar en ég var með allan tímann, blótandi óþokkum og hrópandi hvatningarorð að Bacon. Ég horfði á þessa mynd kl. 5 á laugardagsmorgni með stíflað nef og pirraður eftir óþekka krakka. Ég var aldrei nálægt því að dotta og það er kannski allt sem segja þarf.

Myndin er gerð eftir skáldsögu með sama titil eftir Brian Garfield. Sú bók er framhald af bókinni Death Wish sem var gerð að mynd með Charles Bronson. Sú mynd er algjör klassík.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn